Real Madrid og Barcelona gætu mæst í úrslitum í fyrsta sinn í 21 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2011 19:00 Síðari viðureignirnar í undanúrslitum spænska konungsbikarsins í knattspyrnu fara fram í kvöld. Allt útlit er fyrir að stórliðin og erkifjendurnir Barcelona og Real Madrid muni mætast í úrslitum í fyrsta sinn í 21 ár. Barcelona mætir Almeria á Nývangi en fyrri leiknum lauk með 5-0 sigri Börsunga. Meiri spenna verður á Bernabeu þar sem lærisveinar Jose Mourinho í Real Madrid taka á móti Sevilla. Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Real en leikurinn einkenndist af mikilli baráttu innan vallar sem utan. Níu leikmenn voru áminntir auk þess sem aðskotahlut var kastað í Iker Casillas markvörð Madridinga undir lok leiksins. Bæði lið og þá sérstaklega Real hafa lent í vandræðum gegn minni liðum í bikarnum á undanförnum árum. Skemmst er að minnast þegar liðið datt út úr keppninni á síðasta ári gegn smáliði AD Alcorcon frá samnefndum nágrannabæ við Madrid. Eftir tap gegn Osasuna um nýliðna helgi eru liðsmenn Jose Mourinho sjö stigum á eftir toppliði Barcelona í deildinni. Það má því ætla að Mourinho leggi mikla áherslu á bikarinn en liðið hefur ekki unnið titil heimafyrir síðan þeir unnu deildina árið 2008. Konungsbikarinn hafa þeir ekki unnið síðan 1993. Þegar liðin mættust í úrslitum árið 1990 unnu Barcelona 2-0 sigur með mörkum Guillermo Amor og Julio Salinas, eins og sjá má með því að smella á hlekkinn hér efst í fréttinni. Spænski boltinn Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Sjá meira
Síðari viðureignirnar í undanúrslitum spænska konungsbikarsins í knattspyrnu fara fram í kvöld. Allt útlit er fyrir að stórliðin og erkifjendurnir Barcelona og Real Madrid muni mætast í úrslitum í fyrsta sinn í 21 ár. Barcelona mætir Almeria á Nývangi en fyrri leiknum lauk með 5-0 sigri Börsunga. Meiri spenna verður á Bernabeu þar sem lærisveinar Jose Mourinho í Real Madrid taka á móti Sevilla. Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Real en leikurinn einkenndist af mikilli baráttu innan vallar sem utan. Níu leikmenn voru áminntir auk þess sem aðskotahlut var kastað í Iker Casillas markvörð Madridinga undir lok leiksins. Bæði lið og þá sérstaklega Real hafa lent í vandræðum gegn minni liðum í bikarnum á undanförnum árum. Skemmst er að minnast þegar liðið datt út úr keppninni á síðasta ári gegn smáliði AD Alcorcon frá samnefndum nágrannabæ við Madrid. Eftir tap gegn Osasuna um nýliðna helgi eru liðsmenn Jose Mourinho sjö stigum á eftir toppliði Barcelona í deildinni. Það má því ætla að Mourinho leggi mikla áherslu á bikarinn en liðið hefur ekki unnið titil heimafyrir síðan þeir unnu deildina árið 2008. Konungsbikarinn hafa þeir ekki unnið síðan 1993. Þegar liðin mættust í úrslitum árið 1990 unnu Barcelona 2-0 sigur með mörkum Guillermo Amor og Julio Salinas, eins og sjá má með því að smella á hlekkinn hér efst í fréttinni.
Spænski boltinn Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Sjá meira