Innlent

Jarðeðlisfræðingur: Það stefnir í dauðaslitrurnar

Grímsvötn
Grímsvötn Mynd/Egill Aðalsteinsson
„Það er nú ekki búið en það hefur dregið stórlega úr því,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, aðspurður um stöðuna á eldgosinu í Grímsvötnum. Verulega dró úr gosinu í nótt og í morgun en gosmökkurinn er í kringum 3 til 5 kílómetra upp í loftið þessa stundina.

„Við erum á leið í eftirlitsflug á eftir en við höfum ekki séð gosstöðvarnar síðan á sunnudaginn, þannig það er í raun ómögulegt að segja til um hvað er að gerast þar,“ segir Björn en vísindamenn hafa stuðst við mælingar frá því á sunnudaginn. „Það stefnir í dauðaslitrurnar, svo framalega að það taki sig ekki upp aftur eins og Eyjafjallajökull gerði,“ segir hann.

Öskufall ætti því að minnka á svæðinu nálægt jöklinum - þó er enn mikil aska á jörðinni sem gæti fokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×