Innlent

„Allir vinna“ framlengt um ár

Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að framlengja hvatningarátakið „Allir vinna" til eins árs.

Á meðan á átakinu stendur gefst fólki kostur á endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattfrádrætti vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði og frístundahús þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á húsnæðinu á byggingarstað. Það eru stjórnvöld í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins sem standa að átakinu og þykir það hafa tekist vel og því var ákveðið að framlengja það um eitt ár.

Á ríkisstjórnarfundinum í morgun kom fram að mælanleg aukning hafi verið á framkvæmdum vegna átaksins sem nemur einum þriðja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×