Skammdegið reynist köttunum erfitt 30. nóvember 2011 13:00 Húskötturinn í Kattholti er alltaf með endurskinsmerki. Fréttablaðið/Vilhelm Það sem af er nóvembermánuði hefur Kattholt fengið óvenjumarga ketti til sín sem fundist hafa dauðir og keyrt hefur verið á. Nú hafa tólf kettir, sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigenda sinna, fundist dauðir, en á vef Kattholts er greint frá slíkum atvikum. Til samanburðar má nefna að í október voru slík tilvik aðeins fjögur talsins. „Þetta eru þau tilvik þar sem við finnum ekki eigendur þannig að talan er í raun hærri, þetta er bara brot af þeim,“ segir Elín G. Folha, starfskona Kattholts. „Þetta er svartasta skammdegið og fólk þarf að setja endurskin á kisurnar sínar. Við erum með húskött hér, hann Bjart, og hann fer aldrei út eftir að það fer að dimma nema með endurskinsól sem er sett undir hálsinn og svo undir magann.“ „Þetta er allt of mikið og slysin verða mikið í minni hverfum þar sem hámarkshraði er þrjátíu. Skyggni hefur verið slæmt síðustu vikur og kettir eru snöggir að skjótast fyrir bíla þannig að þetta er ekki bara bílstjórunum að kenna en ég grátbið fólk að virða hámarkshraða í þessum hverfum, kettirnir eru ekkert að þvælast hjá hraðbrautunum, þeir hafa vit á því. En svo er bara að leyfa köttunum helst ekkert að fara út eftir að tekur að skyggja. Ég leyfi mínum ketti ekki að fara út eftir myrkur,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands. Anna Kristine segir mikilvægt að bílstjórar sem lendi í því að keyra á ketti hringi á lögregluna til að láta vita. Kannski sé kötturinn jafnvel ekki dáinn og þar geti hver mínúta skipt máli. Ómar F. Dabney, rekstrarfulltrúi hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar, telur að árlega drepist á bilinu 70-100 kettir í umferðinni. juliam@frettabladid.is Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Það sem af er nóvembermánuði hefur Kattholt fengið óvenjumarga ketti til sín sem fundist hafa dauðir og keyrt hefur verið á. Nú hafa tólf kettir, sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigenda sinna, fundist dauðir, en á vef Kattholts er greint frá slíkum atvikum. Til samanburðar má nefna að í október voru slík tilvik aðeins fjögur talsins. „Þetta eru þau tilvik þar sem við finnum ekki eigendur þannig að talan er í raun hærri, þetta er bara brot af þeim,“ segir Elín G. Folha, starfskona Kattholts. „Þetta er svartasta skammdegið og fólk þarf að setja endurskin á kisurnar sínar. Við erum með húskött hér, hann Bjart, og hann fer aldrei út eftir að það fer að dimma nema með endurskinsól sem er sett undir hálsinn og svo undir magann.“ „Þetta er allt of mikið og slysin verða mikið í minni hverfum þar sem hámarkshraði er þrjátíu. Skyggni hefur verið slæmt síðustu vikur og kettir eru snöggir að skjótast fyrir bíla þannig að þetta er ekki bara bílstjórunum að kenna en ég grátbið fólk að virða hámarkshraða í þessum hverfum, kettirnir eru ekkert að þvælast hjá hraðbrautunum, þeir hafa vit á því. En svo er bara að leyfa köttunum helst ekkert að fara út eftir að tekur að skyggja. Ég leyfi mínum ketti ekki að fara út eftir myrkur,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands. Anna Kristine segir mikilvægt að bílstjórar sem lendi í því að keyra á ketti hringi á lögregluna til að láta vita. Kannski sé kötturinn jafnvel ekki dáinn og þar geti hver mínúta skipt máli. Ómar F. Dabney, rekstrarfulltrúi hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar, telur að árlega drepist á bilinu 70-100 kettir í umferðinni. juliam@frettabladid.is
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira