Innlent

Nýtt efni fyrir kynfræðslu

Menntamálaráðuneytið.
Menntamálaráðuneytið.
Nýtt kynfræðsluefni fyrir framhaldsskóla, Ungt fólk og kynlíf, er komið út.

Að sögn höfunda hefur námsefnið verið kennt í tilraunaskyni í nokkrum framhaldsskólum og auk þess hefur það verið yfirfarið af fagaðilum. Bókin er gefin út á vegum Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir og hefur verið styrkt af þeim samtökum, Menntamálaráðuneytinu og Forvarnasjóði Lýðheilsustöðvar.

Höfundar eru Sóley S. Bender, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir og Solveig Jóhannsdóttir ljósmóðir. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×