Fótbolti

Kolbeinn lék eftir afrek Atla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Atli Eðvaldsson vakti mikla athygli fyrir fimmuna sína árið 1983.
Atli Eðvaldsson vakti mikla athygli fyrir fimmuna sína árið 1983. Mynd/Arnþór
Kolbeinn Sigþórsson skoraði í kvöld fimm mörk í leik með AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni, alveg eins og Atli Eðvaldsson gerði í Þýskalandi fyrir tæpum 28 árum síðan.

Atli skoraði þá öll fimm mörkin í 5-1 sigri Fortuna Düsseldorf gegn Frankfurt þann 4. júní árið 1983.

Atli fékk mikið lof fyrir frammistöðuna í leiknum en eftir hann var honum og Pétri Ormslev, liðsfélaga hans, skutlað heim í einkaflugvél þar sem að íslenska landsliðið átti leik gegn Möltu degi síðar. Atli skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands.

AZ Alkmaar vann í kvöld 6-1 sigur á VVV Venlo og voru öll mörk AZ í leiknum íslensk. Kolbeinn skoraði fimm og Jóhann Berg Guðmundsson eitt. Báðir léku allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×