Grafalvarleg staða kirkjugarða á Íslandi - hafa varla efni á að jarða 2. júní 2011 14:06 Myndin er úr safni. „Það stefnir í óefni í þessu málum," segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, en aðalfundur sambandsins var haldið á Húsavík síðustu helgi. Þar spunnust miklar hitaumræður um bága fjárhagsstöðu kirkjugarða á Íslandi. „Mér dauðbrá sem formanni því það heyrðist úr öllum áttum að þeir hefðu engan pening til þess að greiða prestum og verktökum," segir Þórsteinn en það var þungt hljóðið í fundarmönnum. Þórsteinn segir að sambandið hafi verið stofnað árið 1995 og síðan þá hefði það leitast við að fá framlög frá ríkinu til þess að standa að greftrun Íslendinga. Framlagið nægði ekki þá heldur. Það var svo árið 2005 sem ríkið gerði samning við kirkjugarða og komust þá málin í þokkalegt lag að sögn Þórsteins. „Svo verður hrunið og ríkisfjármálin fara svolítið á hliðina," segir Þórsteinn en í kjölfarið sleit ríkið samkomulaginu einhliða að hans sögn. Þórsteinn segir fjárþörf garðanna vera ellefu hundruð milljónir króna. Núna séu þeir reknir fyrir tæplega 850 milljónir. Spurður hvernig kirkjugarðar mæta þessum halla svarar Þórsteinn því til að kirkjugarðarnir gangi á umhirðugjöldin sem aftur bitnar alvarlega á ásýnd garðanna. Þórsteinn segist hafa reynt að funda með ráðamönnum um málið, meðal annars innanríkisráðherra, „en þetta er eins og að tala við steyptan vegg," útskýrir hann. Á hverju ári þarf að taka grafir fyrir um tvö þúsund Íslendinga. „Það sorglega er að Íslendingar hafa ekki lengur efni á að grafa ástvini," segir Þórsteinn en aðstandendur borga ekki kostnaðinn af greftrun ástvina. Spurður hvað sé til ráða segist Þórsteinn vilja endurvekja samkomulagið sem var gert árið 2005 en leiðrétta einingaverðið og samræma það verðlagi dagsins í dag. Þórsteini var falið að koma upplýsingum um fjárhagsvandræði kirkjugarða til ríkisstjórnar og ráðuneytismanna á aðalfundi sambandsins um helgina. „Sumir á fundinum höfðu á orði að þarna væri um grafalvarlegt vandmál að ræða," segir Þórsteinn. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Það stefnir í óefni í þessu málum," segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, en aðalfundur sambandsins var haldið á Húsavík síðustu helgi. Þar spunnust miklar hitaumræður um bága fjárhagsstöðu kirkjugarða á Íslandi. „Mér dauðbrá sem formanni því það heyrðist úr öllum áttum að þeir hefðu engan pening til þess að greiða prestum og verktökum," segir Þórsteinn en það var þungt hljóðið í fundarmönnum. Þórsteinn segir að sambandið hafi verið stofnað árið 1995 og síðan þá hefði það leitast við að fá framlög frá ríkinu til þess að standa að greftrun Íslendinga. Framlagið nægði ekki þá heldur. Það var svo árið 2005 sem ríkið gerði samning við kirkjugarða og komust þá málin í þokkalegt lag að sögn Þórsteins. „Svo verður hrunið og ríkisfjármálin fara svolítið á hliðina," segir Þórsteinn en í kjölfarið sleit ríkið samkomulaginu einhliða að hans sögn. Þórsteinn segir fjárþörf garðanna vera ellefu hundruð milljónir króna. Núna séu þeir reknir fyrir tæplega 850 milljónir. Spurður hvernig kirkjugarðar mæta þessum halla svarar Þórsteinn því til að kirkjugarðarnir gangi á umhirðugjöldin sem aftur bitnar alvarlega á ásýnd garðanna. Þórsteinn segist hafa reynt að funda með ráðamönnum um málið, meðal annars innanríkisráðherra, „en þetta er eins og að tala við steyptan vegg," útskýrir hann. Á hverju ári þarf að taka grafir fyrir um tvö þúsund Íslendinga. „Það sorglega er að Íslendingar hafa ekki lengur efni á að grafa ástvini," segir Þórsteinn en aðstandendur borga ekki kostnaðinn af greftrun ástvina. Spurður hvað sé til ráða segist Þórsteinn vilja endurvekja samkomulagið sem var gert árið 2005 en leiðrétta einingaverðið og samræma það verðlagi dagsins í dag. Þórsteini var falið að koma upplýsingum um fjárhagsvandræði kirkjugarða til ríkisstjórnar og ráðuneytismanna á aðalfundi sambandsins um helgina. „Sumir á fundinum höfðu á orði að þarna væri um grafalvarlegt vandmál að ræða," segir Þórsteinn.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira