Enski boltinn

Kalou tryggði Chelsea jafntefli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Saha skorar hér í leiknum gegn Chelsea.
Saha skorar hér í leiknum gegn Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Everton og Chelsea skildu í dag jöfn í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta og þurfa því að mætast öðru sinni.

Leikurinn fór fram á Goodison Park, heimavelli Everton, en liðin munu næst mætast í Lundúnum.

Louis Saha kom Everton yfir með skalla eftir hornspyrnu Leighton Baines á 62. mínútu leiksins.

En þrettán mínútum síðar jafnaði Salamon Kalou metin, fimm mínútum eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður.

Kalou skoraði markið með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið eftir sendingu frá Nicolas Anelka.

Ramires átti svo skot í stöng undir lok leiksins og hefði hann þar með getað tryggt Chelsea sigurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×