Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2011 19:00 Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssyni greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone en ekki króna skipti um hendur í peningum við sölu fyrirtækisins. Gjaldþrot Milestone, fjárfestingarfélags þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, er eitt af stærstu gjaldþrotum hrunsins en heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabúið nam 95 milljörðum króna. Skiptastjóri þrotabúsins, Grímur Sigurðsson hæstaréttarlögmaður stendur nú í ströngu en höfðað hafa verið alls níu mál gegn Karli Wernerssyni, Steingrími bróður hans, Guðmundi Ólasyni og tengdum aðilum til að rifta hinum ýmsu viðskiptafléttum sem Milestone stóð í áður en félagið fór í þrot. Fyrirtaka var í þessum málum í dag.Krafa sem var hluti kaupverðs endaði hjá bræðrunum sjálfum Þekktasta málið (sjá grafík í myndskeiði með frétt) snýst um kaup félagsins Aurláka ehf., sem var í eigu Karls og Steingríms, á öllum hlutabréfum í Lyfjum og heilsu hinn 31. mars 2008 af L&H eignarhaldsfélagi, dótturfélagi Milestone. Greiðsla kaupverðs var óvenjuleg. Annars vegar tók Aurláki yfir skuldir Lyfja og heilsu upp á 2,5 milljarða og fékk L&H eignarhaldsfélag samhliða því kröfu á Aurláka upp á 970 milljónir. L&H eignarhaldsfélag framseldi þessa sömu kröfu upp á 970 m.kr til Milestone. Það sem gerðist næst var býsna magnað því Milestone framseldi kröfuna á félagið Leiftra Ltd. sem var líka í eigu Karls og Steingríms. Aurláki losnaði því undan skuld við Milestone. Milestone fékk aldrei greitt fyrir kröfuna með peningum frá Leiftra Ltd. því annars vegar var kaupverð greitt með lækkun skuldar og hins vegar lánaði Milestone Leiftra fyrir kaupverði. Með öðrum orðum, ekki króna skipti um hendur í peningum þegar bræðurnir fengu lyfjakeðjuna af Milestone. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone og fréttastofan hefur undir höndum. Málið snýst um að þrotabú Milestone vill fá raunveruleg verðmæti fyrir söluverðið á Lyfjum og heilsu, en ekki verðlausar kröfur á tengda aðila. Næsta fyrirtaka í málunum verður í febrúar næstkomandi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone kemur berlega í ljós að svo virðist sem eignir hafi streymt út úr félaginu fyrir hrun á árinu 2008. Meðal seldra eigna voru Porsche Cayenne og Benz bifreiðar og þá fengu bræðurnir ítrekað lán hjá Milestone á viðskiptareikning án vaxta, en slík lán eru óheimil skv. lögum um einkahlutafélög. Fréttastofa hafði samband við Karl Wernersson í dag. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Nú er ég að kveðja núna. Ég bendi þér á Ólaf Eiríksson, lögmann minn," sagði hann þegar fréttastofa bar upp efni fyrstu spurningarinnar. Ekki náðist í Ólaf Eiríksson í dag. Þá svaraði hann ekki skilaboðum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssyni greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone en ekki króna skipti um hendur í peningum við sölu fyrirtækisins. Gjaldþrot Milestone, fjárfestingarfélags þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, er eitt af stærstu gjaldþrotum hrunsins en heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabúið nam 95 milljörðum króna. Skiptastjóri þrotabúsins, Grímur Sigurðsson hæstaréttarlögmaður stendur nú í ströngu en höfðað hafa verið alls níu mál gegn Karli Wernerssyni, Steingrími bróður hans, Guðmundi Ólasyni og tengdum aðilum til að rifta hinum ýmsu viðskiptafléttum sem Milestone stóð í áður en félagið fór í þrot. Fyrirtaka var í þessum málum í dag.Krafa sem var hluti kaupverðs endaði hjá bræðrunum sjálfum Þekktasta málið (sjá grafík í myndskeiði með frétt) snýst um kaup félagsins Aurláka ehf., sem var í eigu Karls og Steingríms, á öllum hlutabréfum í Lyfjum og heilsu hinn 31. mars 2008 af L&H eignarhaldsfélagi, dótturfélagi Milestone. Greiðsla kaupverðs var óvenjuleg. Annars vegar tók Aurláki yfir skuldir Lyfja og heilsu upp á 2,5 milljarða og fékk L&H eignarhaldsfélag samhliða því kröfu á Aurláka upp á 970 milljónir. L&H eignarhaldsfélag framseldi þessa sömu kröfu upp á 970 m.kr til Milestone. Það sem gerðist næst var býsna magnað því Milestone framseldi kröfuna á félagið Leiftra Ltd. sem var líka í eigu Karls og Steingríms. Aurláki losnaði því undan skuld við Milestone. Milestone fékk aldrei greitt fyrir kröfuna með peningum frá Leiftra Ltd. því annars vegar var kaupverð greitt með lækkun skuldar og hins vegar lánaði Milestone Leiftra fyrir kaupverði. Með öðrum orðum, ekki króna skipti um hendur í peningum þegar bræðurnir fengu lyfjakeðjuna af Milestone. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone og fréttastofan hefur undir höndum. Málið snýst um að þrotabú Milestone vill fá raunveruleg verðmæti fyrir söluverðið á Lyfjum og heilsu, en ekki verðlausar kröfur á tengda aðila. Næsta fyrirtaka í málunum verður í febrúar næstkomandi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone kemur berlega í ljós að svo virðist sem eignir hafi streymt út úr félaginu fyrir hrun á árinu 2008. Meðal seldra eigna voru Porsche Cayenne og Benz bifreiðar og þá fengu bræðurnir ítrekað lán hjá Milestone á viðskiptareikning án vaxta, en slík lán eru óheimil skv. lögum um einkahlutafélög. Fréttastofa hafði samband við Karl Wernersson í dag. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Nú er ég að kveðja núna. Ég bendi þér á Ólaf Eiríksson, lögmann minn," sagði hann þegar fréttastofa bar upp efni fyrstu spurningarinnar. Ekki náðist í Ólaf Eiríksson í dag. Þá svaraði hann ekki skilaboðum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira