Innlent

Hjónavígsla Jóhönnu einn merkasti atburðurinn á árinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir gifti sig á síðasta ári. Mynd/ GVA.
Jóhanna Sigurðardóttir gifti sig á síðasta ári. Mynd/ GVA.
Hjónavígsla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Jónínu Leósdóttur rithöfundar eru á meðal merkustu atburða í heimi samkynhneigðra kvenna á árinu sem var að líða. Þetta er í það minnsta mat Rachel Cook, pistlahöfundar á vefnum MCV sem fjallar um málefni samkynhneigðra kvenna.

Við áttum okkur á því hve framsækið Ísland er, ekki einungis situr þar kona í stóli forsætisráðherra heldur er hún líka lesbía. Þann 27. júní, þegar ný lög um hjónavígslur samkynhneigðra voru samþykkt, giftist hinn framsækni forsætisráðherra Jónínu Leósdóttur," segir Cook í pistlinum.

Rachel Cook segir að Jóhanna sé fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×