Erlent

Látinn vísindamaður fær Nóbelsverðlaun

Steinman var ónæmisfræðingur við Rockefeller háskólann.
Steinman var ónæmisfræðingur við Rockefeller háskólann. mynd/AFP
Nóbelsverðlaunavertíðin hófst með heldur leiðinlegi máli þetta árið. Ákveðið var að Ralph Steinman myndi hljóta verðlaunin eftirsóttu í flokki framfara í læknisvísindum. Því miður lést Steinman stuttu eftir að nefndin hafði komist að niðurstöðunni.

Rannsóknir Steinmans á sviði veirufræða eru mikið framfaraskref í átt að lækningu á hinum ýmsu kvillum. Steinman lést úr krabbameini í brisi. Meinið hafði verið til staðar í rúm fjögur ár og hafði Steinman hagrætt meðferð sinni sjálfur.

Samkvæmt reglum eru nóbelsverðlaunahafar ekki látnir vita af útnefningunni fyrr en nefndin hefur komist af endanlegri niðurstöðu. Þegar fulltrúar hennar reyndu að hafa samband við Steinman kom í ljós að hann hafði látist nokkrum dögum áður.

Nóbelsverðlaun eru að staðaldri ekki gefinn eftir að væntanlegur viðtakandi er látinn en nefndin hefur ákveðið að sveigja reglurnar í þetta skiptið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×