Ísland í dag var með ítarlega umfjöllun um stöðu íslensks afreksfólks í íþróttum í íslensku samfélagi í dag. Ljóst er að íþróttafólk á Íslandi lifir ekki lúxuslífi.
Rætt er við Rögnu Ingólfsdóttur badmintonkonu, Þorbjörgu Ágústdóttur skylmingakonu og Jakob Jóhann Sveinsson sundkappa. Einnig er viðtal við Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdarstjóra ÍSÍ, um stöðu íslensks íþróttafólks.
Afreksíþróttamenn á Íslandi fá styrki til að standa straum af kostnaði af keppnis- og æfingaferðalögum. Þeir þurfa hins vegar að treysta á styrki fyrirtækja og jafnvel fjölskyldu sinnar til að eiga fyrir mat og húsnæði.
Umfjöllun Íslands í dag má sjá hér fyrir ofan.
