Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju Þorsteinn Víglundsson skrifar 19. desember 2011 07:00 Ekkert íslenskt fyrirtæki er með meira eigið fé en Landsvirkjun, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins miðað við árið 2010. Arðsemi Landsvirkjunar á liðnum áratug hefur enda verið með miklum ágætum. Eigið fé félagsins hefur liðlega fjórfaldast og nam nærri 190 milljörðum króna í árslok 2010. Engin hlutafjáraukning hefur átt sér stað hjá Landsvirkjun á liðnum áratug heldur hefur félagið byggt upp eigið fé sitt með góðum rekstri á tímabilinu. Arðsemi Landsvirkjunar er góð samanborið við önnur frambærileg íslensk fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Alfesca og HB Granda. Öll eiga þessi félög það sammerkt að vera meðal eiginfjársterkustu félaga landsins, hafa öll notið umtalsverðs vaxtar á liðnum áratug og hafa ekki þurft að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Í öllum tilfellum er stuðst við uppgjörsmynt hvers félags. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er meðalarðsemi Landsvirkjunar nærri 19% á þessu tímabili, samanborið við um 11% hjá Össur og HB Granda, 6% hjá Alfesca og 1% hjá Marel. Við mat á meðalarðsemi er horft til breytinga eigin fjár að teknu tilliti til arðgreiðslna og hlutafjáraukninga hjá hverju félagi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings. Skýrsluhöfundar hafa við mat á arðsemi ekki viljað líta til arðsemi eigin fjár, þar sem Landsvirkjun njóti ríkisábyrgðar á öll lán sín og því betri lánskjara en ella og geti skuldsett sig meira. Landsvirkjun greiðir hins vegar gjald til ríkissjóðs fyrir ríkisábyrgðina sem leiðir til lægri hagnaðar en ella. Mæling á arðsemi eigin fjár er því mjög eðlilegur mælikvarði á árangur Landsvirkjunar eins og annarra fyrirtækja. Það er hins vegar fyllilega eðlilegt að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að fyrirtækið skili góðri arðsemi eigin fjár. Sú er líka raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert íslenskt fyrirtæki er með meira eigið fé en Landsvirkjun, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins miðað við árið 2010. Arðsemi Landsvirkjunar á liðnum áratug hefur enda verið með miklum ágætum. Eigið fé félagsins hefur liðlega fjórfaldast og nam nærri 190 milljörðum króna í árslok 2010. Engin hlutafjáraukning hefur átt sér stað hjá Landsvirkjun á liðnum áratug heldur hefur félagið byggt upp eigið fé sitt með góðum rekstri á tímabilinu. Arðsemi Landsvirkjunar er góð samanborið við önnur frambærileg íslensk fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Alfesca og HB Granda. Öll eiga þessi félög það sammerkt að vera meðal eiginfjársterkustu félaga landsins, hafa öll notið umtalsverðs vaxtar á liðnum áratug og hafa ekki þurft að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Í öllum tilfellum er stuðst við uppgjörsmynt hvers félags. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er meðalarðsemi Landsvirkjunar nærri 19% á þessu tímabili, samanborið við um 11% hjá Össur og HB Granda, 6% hjá Alfesca og 1% hjá Marel. Við mat á meðalarðsemi er horft til breytinga eigin fjár að teknu tilliti til arðgreiðslna og hlutafjáraukninga hjá hverju félagi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings. Skýrsluhöfundar hafa við mat á arðsemi ekki viljað líta til arðsemi eigin fjár, þar sem Landsvirkjun njóti ríkisábyrgðar á öll lán sín og því betri lánskjara en ella og geti skuldsett sig meira. Landsvirkjun greiðir hins vegar gjald til ríkissjóðs fyrir ríkisábyrgðina sem leiðir til lægri hagnaðar en ella. Mæling á arðsemi eigin fjár er því mjög eðlilegur mælikvarði á árangur Landsvirkjunar eins og annarra fyrirtækja. Það er hins vegar fyllilega eðlilegt að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að fyrirtækið skili góðri arðsemi eigin fjár. Sú er líka raunin.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun