Innlent

Ólafur Ragnar í Davos: Ísland í betri stöðu en nokkur þorði að vona

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að efnahagskerfi Íslands sé á mun hraðari batavegi en nokkur þorði að vona. Ólafur Ragnar er staddur í Davos þar sem árleg ráðstefna World Economic Forum fer nú fram.

Í viðtali á CNBC sjónvarpsstöðinni í dag segir Ólafur Ragnar að Ísland sé í mun betri stöðu en sum lönd Evrópusambandsins. Forsetinn segir að Ísland sé komið vel á veg í batanum og að það muni gera landinu kleift að afgreiða skuldamál sín á skjótari hátt. Þá bendir hann á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni ljúka áætlun sinni á Íslandi muni á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×