Innlent

Landskjörstjórn segir af sér

Landskjörstjórn.
Landskjörstjórn.

Landskjörstjórn hefur sagt af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið fjölmiðlum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, staðfesti í samtali við fréttastofu að bréf hafi borist henni þess efnis. Hún segir að nú bíði Alþingis það verkefni að kjósa nýja landskjörstjórn.

Ástæða afsagnarinnar er úrskurður Hæstaréttar um kosninguna til stjórnlagaþings.

Yfirlýsing landskjörstjórnar í heild sinni:

„Að liðnum hverjum alþingiskosningum kýs Alþingi til fjögurra ára í senn fimm einstaklinga í landskjörstjórn. Til að landskjörstjórn geti rækt lögbundnar skyldur sínar verður að ríkja friður um störf hennar. Landskjörstjórn telur að hún hafi gert sitt ítrasta til að kosningar til stjórnlagaþings gætu farið löglega fram innan þess lagaramma sem settur hafði verið.

Landskjörstjórnarmenn hafa í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar 25. janúar sl., um að lýsa kosningar til stjórnlagaþings ógildar, farið yfir málið og ákveðið í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar að segja sig frá störfum í landskjörstjórn frá og með deginum í dag að telja."
















Tengdar fréttir

Enn engin viðbrögð frá landskjörstjórn

Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, vildi ekkert tjá sig um málefni landskjörstjórnar eða kosningarnar til stjórnlagaþingsins þegar Vísir náði tali af honum í dag. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það núna,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×