Tiger Woods mætir til leiks á ný eftir 3 mánaða hvíld Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 29. júlí 2011 10:00 Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods tilkynnti í gær að hann ætlaði sér að vera með á Bridgestone meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Woods hefur ekkert keppt í golfi undanfarnar 11 vikur vegna meiðsla í hné og hásin. Á þessum tíma hefur hann misst af tveimur stórmótum, opna bandaríska meistaramótinu og opna breska. Í Twitter færslu segir Woods að hann sé tilbúinn í slaginn. „Ég er tilbúinn að mæta til leiks á Firestonevöllinn í næstu viku og ég hlakka til þess." Woods hefur aðeins tvívegis áður verið lengur frá keppni vegna meiðsla á ferlinum. Margir eru farnir að efast um að hann nái fyrri styrk og getu. Woods er ekki lengur á meðal 20 efstu á heimslistanum og hefur ekki unnið golfmót frá árinu 2009. Hann sagði aðstoðarmanni sínum Stevie Williams upp störfum á dögunum og margir velta því fyrir sér hver fær það hlutverk að fylla hans skarð. Woods var ekki sáttur við að Williams fór var aðstoðarmaður hjá Ástralanum Adam Scott á AT&T meistaramótinu án þess að óska eftir leyfi til þess að gera það. Woods hafði gefið grænt ljós á að Williams yrði aðstoðarmaður Scott á opna bandaríska meistaramótinu. Fréttamenn Golf Channel telja sig hafa heimildir fyrir því að Bryon Bell verði aðstoðarmaður Woods en hann hefur verið vinur hans frá barnæsku – og hann er framkvæmdastjóri Tiger Woods Design. Bell hefur þrívegis verið í því hlutverki og árið 1999 vann Woods Buick meistaramótið með Bell á „pokanum". Mark Steinberg umboðsmaður Woods segir að kylfingurinn hafi leyst „kaddý" málin til skemmri tíma en engin langtímalausn hafi verið fundinn. Hefur ekki verið neðar á heimslistanum frá árinu 1997Woods er í 21. sæti heimslistans og hefur ekki verið neðar á þeim lista frá því í janúar árið 1997. Það eru 20 mánuðir frá því hann vann mót síðast, en það gerði hann í Ástralíu í nóvember 2009. Skömmu eftir þann sigur komst upp um tvöfalt líferni Woods þar sem að framhjáhald hans til margra ára varð helsta fréttaefnið í heiminum. Bandaríski kylfingurinn keppti síðast á Players meistaramótinu á TPC Sawgrass vellinum í maí s.l. en hann hætti keppni eftir aðeins 9 holur á fyrsta keppnisdegi. Þá hafði hann leikið á 5 höggum yfir pari. Woods hefur aðeins tvö mót til þess að bæta stöðu sína á FedEx stigalistanum en þar er hann í 133. sæti. Aðeins 125 efstu á þeim lista komast í úrslitakeppnina og nái hann ekki þar inn þarf hann að bíða í fimm vikur á hliðarlínunni á meðan sú keppni fer fram í haust. Firestone völlurinn er eflaust í uppáhaldi hjá Woods. Alls hefur hann sigrað sjö sinnum á þessu móti. Á síðasta ári endaði hann hinsvegar í 78. sæti af alls 80 keppendum en fram að þeim tíma hafði hann aldrei endað neðar en í fimmta sæti á þessu móti. Golf Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods tilkynnti í gær að hann ætlaði sér að vera með á Bridgestone meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Woods hefur ekkert keppt í golfi undanfarnar 11 vikur vegna meiðsla í hné og hásin. Á þessum tíma hefur hann misst af tveimur stórmótum, opna bandaríska meistaramótinu og opna breska. Í Twitter færslu segir Woods að hann sé tilbúinn í slaginn. „Ég er tilbúinn að mæta til leiks á Firestonevöllinn í næstu viku og ég hlakka til þess." Woods hefur aðeins tvívegis áður verið lengur frá keppni vegna meiðsla á ferlinum. Margir eru farnir að efast um að hann nái fyrri styrk og getu. Woods er ekki lengur á meðal 20 efstu á heimslistanum og hefur ekki unnið golfmót frá árinu 2009. Hann sagði aðstoðarmanni sínum Stevie Williams upp störfum á dögunum og margir velta því fyrir sér hver fær það hlutverk að fylla hans skarð. Woods var ekki sáttur við að Williams fór var aðstoðarmaður hjá Ástralanum Adam Scott á AT&T meistaramótinu án þess að óska eftir leyfi til þess að gera það. Woods hafði gefið grænt ljós á að Williams yrði aðstoðarmaður Scott á opna bandaríska meistaramótinu. Fréttamenn Golf Channel telja sig hafa heimildir fyrir því að Bryon Bell verði aðstoðarmaður Woods en hann hefur verið vinur hans frá barnæsku – og hann er framkvæmdastjóri Tiger Woods Design. Bell hefur þrívegis verið í því hlutverki og árið 1999 vann Woods Buick meistaramótið með Bell á „pokanum". Mark Steinberg umboðsmaður Woods segir að kylfingurinn hafi leyst „kaddý" málin til skemmri tíma en engin langtímalausn hafi verið fundinn. Hefur ekki verið neðar á heimslistanum frá árinu 1997Woods er í 21. sæti heimslistans og hefur ekki verið neðar á þeim lista frá því í janúar árið 1997. Það eru 20 mánuðir frá því hann vann mót síðast, en það gerði hann í Ástralíu í nóvember 2009. Skömmu eftir þann sigur komst upp um tvöfalt líferni Woods þar sem að framhjáhald hans til margra ára varð helsta fréttaefnið í heiminum. Bandaríski kylfingurinn keppti síðast á Players meistaramótinu á TPC Sawgrass vellinum í maí s.l. en hann hætti keppni eftir aðeins 9 holur á fyrsta keppnisdegi. Þá hafði hann leikið á 5 höggum yfir pari. Woods hefur aðeins tvö mót til þess að bæta stöðu sína á FedEx stigalistanum en þar er hann í 133. sæti. Aðeins 125 efstu á þeim lista komast í úrslitakeppnina og nái hann ekki þar inn þarf hann að bíða í fimm vikur á hliðarlínunni á meðan sú keppni fer fram í haust. Firestone völlurinn er eflaust í uppáhaldi hjá Woods. Alls hefur hann sigrað sjö sinnum á þessu móti. Á síðasta ári endaði hann hinsvegar í 78. sæti af alls 80 keppendum en fram að þeim tíma hafði hann aldrei endað neðar en í fimmta sæti á þessu móti.
Golf Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira