Innlent

Borgarbúar skutu upp færri flugeldum

Þrátt fyrir ljósadýrð næturinnar er styrkur svifryks undir mörkum þennan fyrsta dags ársins í Reykjavík. Hæstur mældist hann á mælistöðvum 353 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg á miðnætti. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm.

Loft hefur verið ferskt og tært í borginni í dag og bílaumferð hverfandi enda mældist vart loftmengun klukkan tvö í dag. Sennilega skutu borgarbúar upp færri flugeldum og sprengdu færri risatertur en undanfarin ár, samkvæmt upplýsingum frá umhverfissviði Reykjavíkur. Til samanburðar má nefna að mestur styrkur svifryks í Reykjavík mældist á nýársnótt fyrir ári sex sinnum meiri en þessi áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×