Erlent

Upplausn á bandaríska þinginu

Hálfgerð upplausn virðist ríkja á bandaríska þinginu þessa stundina. Þannig tókst leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni ekki að safna saman nægilegum stuðningi meðal eigin flokksmanna fyrir frumvarpi sem átti að hækka skuldaþakið og skera niður opinberan kostnað á móti.

Frumvarpinu var því frestað í nótt en Það eru einkum þingmenn sem teljast til Teboðshreyfingarinnar sem eru mótfallnir frumvarpinu.

Þá berast fregnir af því að Barack Obama bandaríkjaforseti hafi vart sofið síðustu sólarhringa vegna funda og samninga um að reyna að leysa deluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×