Erlent

Stofnfrumur notaðar til að lækna MS sjúklinga

Tilraunir með að nota stofnfrumur til að lækna MS sjúklinga munu hefjast í Evrópu síðar á árinu.

Í frétt um málið á BBC segir að alls munu 150 MS sjúklingar víða í Evrópu taka þátt í þessum tilraunum.

Paolo Muraro læknir við Imperial Collage í London segir að undirbúningsrannsóknir sýni að miklar líkur séu á að stofnfrumur geti leitt til árangursríkrar meðferðar gegn MS sjúkdóminum. Vonast er til þess að stofnfrumurnar komist í heila MS sjúklinga og lagfæri þar þann skaða sem MS veldur sjúklingunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×