Erlent

Fyrsta útförin eftir hryðjuverkin í Osló

Fjölmargir hafa vottað hinum látnu virðingu sína á undanförnum dögum. Mynd/ AFP.
Fjölmargir hafa vottað hinum látnu virðingu sína á undanförnum dögum. Mynd/ AFP.
Fyrsta útför fórnarlambs hryðjuverkaárásanna í Noregi fyrir viku fer fram í dag þegar hin 18 ára gamla Bano Abodakar Rashid verður jarðsungin. Þá verður einnig minningarathöfn í Osló á vegum ungliðahreyfingar norska verkamannaflokksins, en hreyfingin var skotmark árásarinnar á Útey. Meðal viðstaddra verður Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands, auk formanns ungra jafnaðarmanna á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×