Erlent

Lögmaður Breivik: Þetta er ekki spurning um sýknu eða sakfellingu

Geir Lippestad þurfti að hugsa sig vel um og ráðfæra sig við fjölskyldu sína áður en hann tók það að sér að verja Breivik.
Geir Lippestad þurfti að hugsa sig vel um og ráðfæra sig við fjölskyldu sína áður en hann tók það að sér að verja Breivik. Mynd/afp
Geir Lippestad, verjandi Anders Behring Breivik, segir í viðtali við norska miðilinn Verdens Gang að það hefði ekki verið auðvelt að taka ákvörðunina um að verja hryðjuverkamanninn, sem varð valdur að dauða 76 manns þann 22. júlí síðastliðinn.

„Þetta er of ofbeldisfullt. Þetta er of erfitt. Það voru mín fyrstu viðbrögð." sagði Lippestad um hugsanir sínar þegar honum var tilkynnt að Breivik hafi óskað eftir lögfræðiaðstoð hans.

Hann segist næst hafa rætt málin við eiginkonu sína, fjölskyldu og samstarfsmenn áður en hann fór í göngutúr og komst að þeirri niðurstöðu að það væri mikilvægt í starfandi demókratísku réttarríki, að gæta að rétti manna til réttlátrar málsmeðferðar. Hann afréð því að lokum rétt væri að taka málið að sér.

„Þetta er ekki spurning um það hvort hann verði sýknaður eða ekki. Spurningin snýst um það hvort hann verði dæmdur til fangelsisvistar eða til meðferðar á geðsjúkrahúsi, þar sem hann yrði jafnframt lokaður inni."

Í dag er liðin vika frá atburðunum í Noregi, sem kostuðu 76 manns lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×