Biskup mætti ekki á málþing um kirkjuna 19. október 2011 11:00 Fullt var út úr dyrum í Hátíðarsal HÍ þegar Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Dr. Marie Fortune og fleiri fyrirlesarar fluttu erindi um kynferðisbrot innan íslensku þjóðkirkjunnar. fréttablaðið/stefán Karl Sigurbjörnsson biskup mætti ekki á málþing sem haldið var í Háskóla Íslands í gær um kynferðislegt ofbeldi innan íslensku þjóðkirkjunnar. Einn upplýsingafulltrúa Biskupsstofu, Árni Svanur Daníelsson, sagði biskup ekki vilja gefa kost á sér í viðtal. Hann gat ekki svarað fyrir það hvers vegna Karl mætti ekki á málþingið. Ekki var hægt að fá samband við biskup beint þegar Fréttablaðið talaði við Biskupsstofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær og undanfarna daga. Þó að Karl hafi ekki verið viðstaddur málþingið hlýddu tugir presta og annarra fulltrúa kirkjunnar í salnum á erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dr. Marie Fortune, séra Sigfinns Þorleifssonar sjúkrahúsprests og fleiri fyrirlesara. Meðal viðstaddra voru Árni Svanur, Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs þjóðkirkjunnar, Kristín Þórunn Tómasdóttir, Örn Bárður Jónsson, Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Sigríður Guðmarsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir hélt erindi á málþinginu þar sem hún ræddi um reynslu sína við ritun bókarinnar, það erfiða ferli sem hún hefur farið í gegnum eftir áralanga misnotkun af hendi föður síns og þá uppgötvun að hún þyrfti ekki að fyrirgefa föður sínum til að vinna úr sínum eigin sársauka. Guðrún Ebba vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið að málþinginu loknu að öðru leyti en því að hún sagðist vera afar ánægð með daginn. „Ég er í skýjunum," segir Guðrún Ebba. Í dag heldur dr. Fortune námskeið á vegum kirkjunnar sem ber yfirskriftina „Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og þjóðfélaga". Námskeiðið hefst klukkan 8.30 í Háskóla Íslands. Stjórnandi námskeiðsins er Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs kirkjunnar. Samkvæmt auglýstri dagskrá mun Karl Sigurbjörnsson biskup fara með bæn í byrjun námskeiðsins klukkan níu. sunna@frettabladid.is Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson biskup mætti ekki á málþing sem haldið var í Háskóla Íslands í gær um kynferðislegt ofbeldi innan íslensku þjóðkirkjunnar. Einn upplýsingafulltrúa Biskupsstofu, Árni Svanur Daníelsson, sagði biskup ekki vilja gefa kost á sér í viðtal. Hann gat ekki svarað fyrir það hvers vegna Karl mætti ekki á málþingið. Ekki var hægt að fá samband við biskup beint þegar Fréttablaðið talaði við Biskupsstofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær og undanfarna daga. Þó að Karl hafi ekki verið viðstaddur málþingið hlýddu tugir presta og annarra fulltrúa kirkjunnar í salnum á erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dr. Marie Fortune, séra Sigfinns Þorleifssonar sjúkrahúsprests og fleiri fyrirlesara. Meðal viðstaddra voru Árni Svanur, Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs þjóðkirkjunnar, Kristín Þórunn Tómasdóttir, Örn Bárður Jónsson, Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Sigríður Guðmarsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir hélt erindi á málþinginu þar sem hún ræddi um reynslu sína við ritun bókarinnar, það erfiða ferli sem hún hefur farið í gegnum eftir áralanga misnotkun af hendi föður síns og þá uppgötvun að hún þyrfti ekki að fyrirgefa föður sínum til að vinna úr sínum eigin sársauka. Guðrún Ebba vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið að málþinginu loknu að öðru leyti en því að hún sagðist vera afar ánægð með daginn. „Ég er í skýjunum," segir Guðrún Ebba. Í dag heldur dr. Fortune námskeið á vegum kirkjunnar sem ber yfirskriftina „Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og þjóðfélaga". Námskeiðið hefst klukkan 8.30 í Háskóla Íslands. Stjórnandi námskeiðsins er Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs kirkjunnar. Samkvæmt auglýstri dagskrá mun Karl Sigurbjörnsson biskup fara með bæn í byrjun námskeiðsins klukkan níu. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira