Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 12. júní 2011 08:00 Luke Donald er efstur á heimslistanum. AP Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum en hann verður í ráshóp með landa sínum Lee Westwood og Þjóðverjanum Martin Kaymer. Donald og Westwood eiga enn eftir að brjóta ísinn og sigra á einu af fjórum stórmótum hvers árs. Mótið fer fram á Congressional vellinum í Bethesda, Maryland. Tiger Woods verður ekki á meðal keppanda á mótinu í ár vegna meiðsla. Hann hefur ekki misst af þessu móti s.l. 15 ár en Woods er meiddur á hné og hásin. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum sem varð annar á opna bandaríska meistaramótinu fyrir ári síðan verður í ráshóp með Bandaríkjamanninum Dustin Johnson og Norður-Íranum Rory McIlroy. Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum en hann verður í ráshóp með landa sínum Lee Westwood og Þjóðverjanum Martin Kaymer. Donald og Westwood eiga enn eftir að brjóta ísinn og sigra á einu af fjórum stórmótum hvers árs. Mótið fer fram á Congressional vellinum í Bethesda, Maryland. Tiger Woods verður ekki á meðal keppanda á mótinu í ár vegna meiðsla. Hann hefur ekki misst af þessu móti s.l. 15 ár en Woods er meiddur á hné og hásin. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum sem varð annar á opna bandaríska meistaramótinu fyrir ári síðan verður í ráshóp með Bandaríkjamanninum Dustin Johnson og Norður-Íranum Rory McIlroy.
Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira