Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 12. júní 2011 08:00 Luke Donald er efstur á heimslistanum. AP Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum en hann verður í ráshóp með landa sínum Lee Westwood og Þjóðverjanum Martin Kaymer. Donald og Westwood eiga enn eftir að brjóta ísinn og sigra á einu af fjórum stórmótum hvers árs. Mótið fer fram á Congressional vellinum í Bethesda, Maryland. Tiger Woods verður ekki á meðal keppanda á mótinu í ár vegna meiðsla. Hann hefur ekki misst af þessu móti s.l. 15 ár en Woods er meiddur á hné og hásin. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum sem varð annar á opna bandaríska meistaramótinu fyrir ári síðan verður í ráshóp með Bandaríkjamanninum Dustin Johnson og Norður-Íranum Rory McIlroy. Golf Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum en hann verður í ráshóp með landa sínum Lee Westwood og Þjóðverjanum Martin Kaymer. Donald og Westwood eiga enn eftir að brjóta ísinn og sigra á einu af fjórum stórmótum hvers árs. Mótið fer fram á Congressional vellinum í Bethesda, Maryland. Tiger Woods verður ekki á meðal keppanda á mótinu í ár vegna meiðsla. Hann hefur ekki misst af þessu móti s.l. 15 ár en Woods er meiddur á hné og hásin. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum sem varð annar á opna bandaríska meistaramótinu fyrir ári síðan verður í ráshóp með Bandaríkjamanninum Dustin Johnson og Norður-Íranum Rory McIlroy.
Golf Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira