Formúla 1

Heidfeld eldsnöggur á Lotus Renault

Nick Heidfeld um borð í  Lotus Renault.
Nick Heidfeld um borð í Lotus Renault. Mynd: Getty Images/Paul Gilham
Þjóðverjinn Nick Heidfeld var efstur á blaði með besta aksturstímann á æfingu á Jerez brautinni í dag þegar um 25 mínútur voru eftir af æfingunni, en Lotus Renault er að skoða hann sem mögulegan staðgengil Robert Kubica, sem meiddist í óhappi í rallkeppni um síðustu helgi. Heidfeld var 0.132 sekúndum á undan Fernando Alonso á Ferrari fyrir loksprettinn. En æfingin var stöðvuð kl. 15:22, vegna þess að bíll Paul di Resta hjá Force India hafði stöðvast í malargryfju í utanverðri beygju. Hún var ræst á ný þegar bíllinn hafði verið fjarlægður. Formúlu 1 ökumennirnir aka til klukkan fjögur í dag og má fylgast með lokasprettinum á tímunum beint á æfingunni á þessu vefsvæði: http://live.autosport.com/commentary.php/id/308 Heidfeld á möguleika á að tryggja sér sæti Kubica með góðum árangri í dag, en Kubica verður frá um ótiltekinn tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×