Fótbolti

Blatter, foseti FIFA: Allir leikir á HM 2022 verða í Katar og um sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA. Mynd/AFP
Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur lokað á þann möguleika að HM 2022 fari fram um vetur eða utan Katar. Blatter tók í fyrstu ekkert illa í tillögur manna um að færa HM fram í janúar til að losa við hitasvækjuna í Persaflóaríkinu en nú er komið annað hljóð í forseta FIFA.

„Eins og staðan er núna þá eru þessar breytingar ekki til umræðu lengur. Allir leikirnir 64 mun fara fram í Katar og yfir sumartímann," sagði Blatter en hitinn er oft yfir 40 stig í Katar yfir hásumarið og getur farið upp í 50 stig þegar heitast er.

Blatter segir að frumkvæðið um fyrrnefndar breytingar verði að koma frá Katarmönnum sjálfum en framkvæmdanefnd FIFA kaus að keppnin myndi fara fram í Katar yfir heitasta tíma ársins. Katarmenn ætla að kæla niður leikvellina með nýjustu tækni sem og svæðið í kringum leikvellina. Þeir taka það ekki í mál að færa keppnina.

„Ég er hvorki stuðningsmaður þess að spila um vetur eða um sumar. Franz Beckenbauer, Michel Platini og samband fótboltamanna voru að leggja þetta til en núna er þetta málið á ís," sagði Blatter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×