Innlent

Tilkynna árásir á Kjósum.is til Ríkislögreglustjóra

Skjáskot af vefnum Kjósum.is
Forsvarsmenn síðunnar Kjósum.is hafa haft samband við Ríkislögreglustjóra vegna árása á síðuna.

„Vegna ítrekaðra árása einstaklings og vina hans hefur verið haft samband við Ríkislögreglustjóra. Öllum tilraunum til árása verður fylgt eftir með mesta mögulega þunga," segir í tilkynningu á síðunni. Ekki er tekið fram um hvaða einstakling er þarna að ræða.

Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa ríflega 32 þúsund undirskriftir safnast á síðuna þar sem skorað er á Alþingi til að hafna Icesave-frumvarpinu, og heitað á forseta Íslands að synja því að staðfesta frumvarpið verði það samþykkt. Þannig fái þjóðin lokaorðið í málinu.

Atkvæðagreiðsla um Icesave-frumvarpið stendur yfir á Alþingi.

Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana var fellt á Alþingi fyrr í dag, og sömuleiðis tvær breytingatillögur við tillöguna.


Tengdar fréttir

Bart Simpson á móti Icesave á kjósum.is

Teitur Atlason bloggari á DV hefur sýnt fram á að auðvelt sé að svindla á vefsíðunni kjósum.is. Sjálfur hefur hann kosið tvisvar á síðunni, síðast undir nafninu Bart Simpson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×