Innlent

Fólk fari frá Bakka að Landeyjahöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólki er ráðlagt að aka frá Bakkaflugvelli að Landeyjahöfn. Mynd/ Rósa.
Fólki er ráðlagt að aka frá Bakkaflugvelli að Landeyjahöfn. Mynd/ Rósa.
Fólki sem er á leiðinni í Herjólf er ráðlagt að aka að Bakkaflugvelli og þaðan í Landeyjahöfn, samkvæmt tilmælum frá Vegagerðinni.

Óveður er á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Bröttubrekku og í Gilsfjörð, skafrenningur og éljagangur. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hætt við mokstur í dag um Ísafjarðardjúp, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Það eru hálkublettir á Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdáni. Nú er orðið fært á milli þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum.

Á Norðurlandi vestra er orðið fært um þjóðveg 1, hálka, hálkublettir og skafrenningur. Hálkublettir og skafrenningur er á Siglufjarðarvegi. Á Norðausturlandi er mokstur hafin á milli Akureyrar og Dalvíkur en beðið með mokstur á öðrum leiðum.

Á Austurlandi er ófært á Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Þá er stórhríð á Jökuldal og Skriðdal og ekki ferðaveður. Snjóþekja og skafrenningur er á Fagradal og með ströndinni. Þæfingur og skafrenningur er á Oddsskarði og Vatnsskarði eystra.

Á Suðausturlandi eru vegir auðir vestan Hafnar en snjóþekja frá Höfn í Breiðdalsvík. Það er óveður við Kvísker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×