Alonso: Mikilvægast að vera með snöggan bíl 16. mars 2011 14:30 Fernando Alonso á ferð á æfingum á Katalóníu brautinni á dögunum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso hjá Ferrari telur að það lið og ökumaður sem er með fljótasta bílinn næli í meistaratitilinn í ár. Hann hefur ekki trú á því að tilkoma nýs dekkjaframleiðanda verði afgerandi hvað útkomu bílanna varðar, en vandasamara gæti orðið að taka ákvarðanir varðandi þjónustuáætlanir en í fyrra. Pirelli dekkin sem verða notuð í ár verða þannig úr garði gerð að þau munu slitna hraðar, en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. Þetta er með vilja gert til að reyna meira á hæfni ökumanna við stýrið og á útsjónarsemi keppnisliða varðandi þjónustuhlé. "Að venju þá verður það fljótasti og besti bíllinn sem vinnur meistaratitilinn. Keppnisáætlanir verða mikilvægar, kannski ráðast úrslit í einu eða tveimur mótum á góðri keppnisáætlun og einhver mjög fljótur getur lent í mistökum varðandi þjónustuáætlun og þannig tapað af sigri", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. "En í 20 mótum eða 19 (enn óljóst hvort 19 eða 20 mót verða í ár) þá er hægt að gera mistök í eitt skipti, eða útfæra góða keppnisáætlun í eitt skipti, en ekki öllum tilfellum. Því er mikilvægast af öllu að vera með snöggan bíl og við erum að vinna að því", sagði Alonso. Keppnisáætlanir verða af ýmsum toga í ár og spurning hvort ökumenn og lið muni taka fleiri eða færri þjónustuhlé til að standa betur að vígi í mótum, í ljósi þess að dekkjaslit verður trúlega talsvert meira en í fyrra. "Það eru ýmsir möguleikar í ár. Þetta er ekki eins og á síðasta ári og það er mikilvægt. Stundum er betra að fórna nokkrum hringjum sem þú veist að verða hægir, heldur en að taka eitt þjónustuhlé til viðbótar. Þetta verður erfitt að meta og verður erfið ákvörðun. Við verðum að vera mjög sveigjanlegir í öllum mótum", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari telur að það lið og ökumaður sem er með fljótasta bílinn næli í meistaratitilinn í ár. Hann hefur ekki trú á því að tilkoma nýs dekkjaframleiðanda verði afgerandi hvað útkomu bílanna varðar, en vandasamara gæti orðið að taka ákvarðanir varðandi þjónustuáætlanir en í fyrra. Pirelli dekkin sem verða notuð í ár verða þannig úr garði gerð að þau munu slitna hraðar, en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. Þetta er með vilja gert til að reyna meira á hæfni ökumanna við stýrið og á útsjónarsemi keppnisliða varðandi þjónustuhlé. "Að venju þá verður það fljótasti og besti bíllinn sem vinnur meistaratitilinn. Keppnisáætlanir verða mikilvægar, kannski ráðast úrslit í einu eða tveimur mótum á góðri keppnisáætlun og einhver mjög fljótur getur lent í mistökum varðandi þjónustuáætlun og þannig tapað af sigri", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. "En í 20 mótum eða 19 (enn óljóst hvort 19 eða 20 mót verða í ár) þá er hægt að gera mistök í eitt skipti, eða útfæra góða keppnisáætlun í eitt skipti, en ekki öllum tilfellum. Því er mikilvægast af öllu að vera með snöggan bíl og við erum að vinna að því", sagði Alonso. Keppnisáætlanir verða af ýmsum toga í ár og spurning hvort ökumenn og lið muni taka fleiri eða færri þjónustuhlé til að standa betur að vígi í mótum, í ljósi þess að dekkjaslit verður trúlega talsvert meira en í fyrra. "Það eru ýmsir möguleikar í ár. Þetta er ekki eins og á síðasta ári og það er mikilvægt. Stundum er betra að fórna nokkrum hringjum sem þú veist að verða hægir, heldur en að taka eitt þjónustuhlé til viðbótar. Þetta verður erfitt að meta og verður erfið ákvörðun. Við verðum að vera mjög sveigjanlegir í öllum mótum", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira