Tíska og hönnun

Næsta stjórstjarna tískuheimsins

Tignarleg Iman sýnir flíkur tískuhússins Emanuel Ungaro í París árið 2008. 
Nordicphotos/Getty
Tignarleg Iman sýnir flíkur tískuhússins Emanuel Ungaro í París árið 2008. Nordicphotos/Getty
Bandaríska fyrirsætan Chanel Iman er talin vera næsta ofurstjarna tískuheimsins. Hún er fædd árið 1990, ólst upp í Los Angeles og á móðir hennar ættir að rekja til Kóreu.

Iman hóf fyrirsætuferil sinn aðeins þrettán ára gömul og var þá strax komin á skrá hjá Ford-skrifstofunni. Iman hefur viðurkennt að hana hafi ávallt langað til að starfa sem fyrirsæta, en þess má geta að Chanel Iman er hennar raunverulega nafn.

Iman hefur gengið tískupallana á sýningum allra helstu tískuhúsa heims auk þess sem hún hefur prýtt forsíður tímarita á borð við Vogue, Elle, i-D og Vanity Fair.

Forkunnarfögur Iman sýnir haustlínu Ralph Lauren árið 2008.

Iman baksviðs á tískuvikunni í París árið 2007.

Iman ásamt vini sínum, hönnuðinum Valentino Garavani.

Iman er greinilega margt til lista lagt. Hér þeytir hún skífum í veislu á vegum Soniu Rykiel og H&M í byrjun síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×