Heimsþekktir kylfingar vilja hanna ólympíugolfvöllinn í Ríó Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. desember 2011 10:00 Jack Nicklaus og Greg Norman vilja báðir fá að hanna keppnisvöllinn í Ríó fyrir ÓL í Brasilíu 2016. Getty Images / Nordic Photos Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016. Margir heimsþekktir kylfingar eru á meðal þeirra sem hafa lagt fram tillögur um hönnun vallarins. Þar má nefna Greg Norman (Hvíta hákarlinn) frá Ástralíu en hann leggur fram tillögu í samfloti með Lorenu Ochoa frá Mexíkó sem var efst á heimslistanum í kvennagolfinu í mörg misseri. Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur unnið með Anniku Sörenstam frá Svíþjóð að hönnum vallarins. „Gullbjörninn" og Sörenstam hafa unnið samtals 28 risatitla á ferlinum, Nicklaus alls 18 og Sörenstam 10 í kvennagolfinu. Gary Player frá Suður-Afríku er einnig á meðal þeirra sem er með tillögu, en þar að auki keppa Gil Hanse;,Tom Doak, Robert Trent Jones II, Hawtree Ltd. og þríeykið Peter Thomson, Ross Perrett og Karrie Webb um að fá þetta verkefni. Golf Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016. Margir heimsþekktir kylfingar eru á meðal þeirra sem hafa lagt fram tillögur um hönnun vallarins. Þar má nefna Greg Norman (Hvíta hákarlinn) frá Ástralíu en hann leggur fram tillögu í samfloti með Lorenu Ochoa frá Mexíkó sem var efst á heimslistanum í kvennagolfinu í mörg misseri. Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur unnið með Anniku Sörenstam frá Svíþjóð að hönnum vallarins. „Gullbjörninn" og Sörenstam hafa unnið samtals 28 risatitla á ferlinum, Nicklaus alls 18 og Sörenstam 10 í kvennagolfinu. Gary Player frá Suður-Afríku er einnig á meðal þeirra sem er með tillögu, en þar að auki keppa Gil Hanse;,Tom Doak, Robert Trent Jones II, Hawtree Ltd. og þríeykið Peter Thomson, Ross Perrett og Karrie Webb um að fá þetta verkefni.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira