Segir forseta ekki hafa neitt val - verður að afhenda bréfin Helga Arnardóttir skrifar 13. maí 2011 18:45 Forsætisráðherra segir forseta Íslands ekki hafa neitt val þegar komi að því að afhenda fjölmiðlum afrit af bréfum hans til forsætisráðherra vegna setningar siðareglna fyrir forsetaembættið. Forsetinn hefur neitað að afhenda bréfin. Fréttastofa hefur áður fjallað um bréfasamskipti forsætisráðuneytisins og forsetaembættisins um setningu siðareglna fyrir forseta Íslands. Í bréfum til forsetans hefur forsætisráðherra ítrekað mikilvægi þess að hann setji embættinu siðareglur líkt og lagt er til í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þær reglur hafa ekki verið settar. Fréttastofa hefur greint frá inntaki allra bréfa forsætisráðuneytisins sem hún fékk afhent í krafti upplýsingalaga. Forsetaembættið hefur hins vegar synjað fréttastofu um afhendingu bréfs sem forsetinn ritar forsætisráðherra og hefur sú ákvörðun verið kærð til Úrskurðarnefndar upplýsingamála. Forsætisráðuneytið afhenti fréttastofu í gær fjórða bréfið sem Jóhanna Sigurðardóttir sendi forseta Íslands í lok mars. Þar kemur fram að starfsmenn beggja embætta hafi fundað um málið eftir að beiðni Stöðvar 2 um afhendingu bréfanna barst ráðuneytinu fyrir um tveimur mánuðum. Í þessu nýjasta bréfi er einnig greint frá því að ráðuneytið hyggist afhenda öll bréf sem það sendi til forsetans. Svarbréf forsetaembættisins verði hins vegar ekki birt að svö stöddu í ljósi andstöðu embættisins við það. Í bréfinu segir forsætisráðherra orðrétt: „Forsætisráðuneytið telur eftir sem áður að afhenda beri öll framangreind bréfskipti á grundvelli ákvæða núgildandi upplýsingalaga. Undirrituð telur því að embættin hafi ekkert val í þessu efni þar sem enga undanþáguheimild sé að finna í upplýsingalögum um skrifleg samskipti forseta og ráðherra hér á landi." Í lok bréfsins leggur Jóhanna mikla áherslu á að öll samskipti milli þeirra séu skrifleg og með formlegum hætti og segir: „Rétt er að benda á að forseti Ísland hefur sjálfur kosið að eiga skrifleg samskipti við forsætisráðherra og fjármálaráðherra þegar hann hefur upplýst um ákvörðun sína í þeim tveimur tilvikum sem hann hefur synjað lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave samninga staðfestingar." Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir forseta Íslands ekki hafa neitt val þegar komi að því að afhenda fjölmiðlum afrit af bréfum hans til forsætisráðherra vegna setningar siðareglna fyrir forsetaembættið. Forsetinn hefur neitað að afhenda bréfin. Fréttastofa hefur áður fjallað um bréfasamskipti forsætisráðuneytisins og forsetaembættisins um setningu siðareglna fyrir forseta Íslands. Í bréfum til forsetans hefur forsætisráðherra ítrekað mikilvægi þess að hann setji embættinu siðareglur líkt og lagt er til í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þær reglur hafa ekki verið settar. Fréttastofa hefur greint frá inntaki allra bréfa forsætisráðuneytisins sem hún fékk afhent í krafti upplýsingalaga. Forsetaembættið hefur hins vegar synjað fréttastofu um afhendingu bréfs sem forsetinn ritar forsætisráðherra og hefur sú ákvörðun verið kærð til Úrskurðarnefndar upplýsingamála. Forsætisráðuneytið afhenti fréttastofu í gær fjórða bréfið sem Jóhanna Sigurðardóttir sendi forseta Íslands í lok mars. Þar kemur fram að starfsmenn beggja embætta hafi fundað um málið eftir að beiðni Stöðvar 2 um afhendingu bréfanna barst ráðuneytinu fyrir um tveimur mánuðum. Í þessu nýjasta bréfi er einnig greint frá því að ráðuneytið hyggist afhenda öll bréf sem það sendi til forsetans. Svarbréf forsetaembættisins verði hins vegar ekki birt að svö stöddu í ljósi andstöðu embættisins við það. Í bréfinu segir forsætisráðherra orðrétt: „Forsætisráðuneytið telur eftir sem áður að afhenda beri öll framangreind bréfskipti á grundvelli ákvæða núgildandi upplýsingalaga. Undirrituð telur því að embættin hafi ekkert val í þessu efni þar sem enga undanþáguheimild sé að finna í upplýsingalögum um skrifleg samskipti forseta og ráðherra hér á landi." Í lok bréfsins leggur Jóhanna mikla áherslu á að öll samskipti milli þeirra séu skrifleg og með formlegum hætti og segir: „Rétt er að benda á að forseti Ísland hefur sjálfur kosið að eiga skrifleg samskipti við forsætisráðherra og fjármálaráðherra þegar hann hefur upplýst um ákvörðun sína í þeim tveimur tilvikum sem hann hefur synjað lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave samninga staðfestingar."
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira