Innlent

Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lögreglan sinnti fjölbreyttum verkefnum að vanda í gær og í nótt. 
Lögreglan sinnti fjölbreyttum verkefnum að vanda í gær og í nótt.  Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir til lögreglunnar í nótt. Önnur átti sér stað í Breiðholti og hin í Grafarholti. Báðar eru í rannsókn hjá lögreglu samkvæmt dagbók lögreglunnar. Ekki kemur fram hvort einhver hafi verið handtekinn en samkvæmt dagbókinni gistu tveir í fangaklefa lögreglunnar í nótt.

Alls voru skráð 52 mál í kerfi lögreglunnar frá fimm síðdegis í gær þar til klukkan fimm í morgun.

Þá var einnig tilkynnt um þó nokkur umferðarslys vegna hálku. Í Breiðholtinu missti einn ökumaður stjórn á bíl sínum og endaði inni í garði.

„Miklar skemmdir á bifreiðinni en ökumaðurinn slapp óskaddaður. Það sama var ekki hægt að segja um tré í garðinum sem hann lenti á,“ segir í dagbók lögreglunnar.

Í dagbók lögreglu er einnig fjallað um þjófnað í stórmörkuðum, eignaspjöll og grun um vopnalagabrot. Þá var einnig laus hestur í Grafarholti en lögreglumann tryggðu dýrið og komu fyrir því garði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×