Donald kylfingur ársins á Bretlandseyjum | Clarke og McIllroy jafnir Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. desember 2011 06:00 Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum. AP Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum en það eru samtök golfíþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Norður-Írinn Darren Clarke varð annar í kjörinu og landi hans Rory McIlroy deildi því sæti með Clarke. Donald er efstur á heimslistanum en Clarke og McIlroy náðu báðir að vinna stórmót á árinu 2011, Clarke á opna breska meistaramótinu og McIllroy á opna bandaríska meistaramótinu. Það skiptir mig verulegu máli að þeir sem fjalla um golfíþróttina hafi þessa skoðun á mér sem kylfing. Ég er ánægður með þessa viðurkenningu," sagði Donald sem náði þeim árangri að vera efstur á peningalista á tveimur sterkustu atvinnumótaröðum heims. PGA í Bandaríkjunum og Evrópumótaröðinni. Athygli vekur að hann lék aðeins á 13 mótum á Evrópumótaröðinni. Clarke sigraði á opna breska meistaramótinu en þetta var í 20. sinn sem hann tók þátt á því stórmóti. McIlroy sigraði á opna bandaríska meistaramótnu og varð þar með yngsti sigurvegarinn á því móti frá árinu 1923. Donald mun fá viðurkenninguna afhenta í júlí á næsta ári þegar opna breska meistaramótið fer fram á Royal Lytham vellinum. Golfíþróttafréttamenn hafa staðið að þessu kjöri frá árinu 1951. Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum en það eru samtök golfíþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Norður-Írinn Darren Clarke varð annar í kjörinu og landi hans Rory McIlroy deildi því sæti með Clarke. Donald er efstur á heimslistanum en Clarke og McIlroy náðu báðir að vinna stórmót á árinu 2011, Clarke á opna breska meistaramótinu og McIllroy á opna bandaríska meistaramótinu. Það skiptir mig verulegu máli að þeir sem fjalla um golfíþróttina hafi þessa skoðun á mér sem kylfing. Ég er ánægður með þessa viðurkenningu," sagði Donald sem náði þeim árangri að vera efstur á peningalista á tveimur sterkustu atvinnumótaröðum heims. PGA í Bandaríkjunum og Evrópumótaröðinni. Athygli vekur að hann lék aðeins á 13 mótum á Evrópumótaröðinni. Clarke sigraði á opna breska meistaramótinu en þetta var í 20. sinn sem hann tók þátt á því stórmóti. McIlroy sigraði á opna bandaríska meistaramótnu og varð þar með yngsti sigurvegarinn á því móti frá árinu 1923. Donald mun fá viðurkenninguna afhenta í júlí á næsta ári þegar opna breska meistaramótið fer fram á Royal Lytham vellinum. Golfíþróttafréttamenn hafa staðið að þessu kjöri frá árinu 1951.
Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira