Innlent

Íslenska konan kom í kreppunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðfinnur Halldórsson bílasali.
Guðfinnur Halldórsson bílasali.
Lífið er einfaldara eftir að bankahrunið varð, segir Guðfinnur Halldórsson bílasali, betur þekktur sem Guffi, í samtali við bandaríska stórblaðið New York Times. Guffi segist hafa minni peninga á milli handanna, en það geri lífið einfaldara.

Guffi segist hafa selt marga bíla í uppsveiflunni en ekki hafa sparað mikið. Að eigin sögn notaði hann peningana í að ferðast, fara á skíði og njóta lífsins með útlenskum kærustum. „Taktu eftir þessum fallegu stelpum frá Úkraínu og Sviss," segir Guffi í samtali við blaðamann New York Times. „Þú ert eins og barn í leikfangaverslun. Ég hef nokkrum sinnum komið með þær heim svo þær geti verið í fríi hérna. Svo sýni ég þeim Ísland," segir Guffi um stúlkurnar. Hann bætir því við að með þessu hafi hann eflt ferðamannabransann á Íslandi.

Átti glæsilegar kærustur frá Sviss og ÚkraínuBlaðamaður New York Times segir að fyrst hafi lífið verið algjör lúxus fyrir Guffa þegar hann skautaði niður Laugaveginn með glæsilegum kærustum og seldi sömu eðalvagnana aftur og aftur. Síðan varð hann þreyttur á þessu öllu saman, því að hann vann oft 13 tíma á sólarhring. „Veistu hvað það tekur langan tíma að fara með pappírana í bankann þegar einhver tekur lán fyrir bíl?" spyr Guffi blaðamanninn. Guffi varð meira að segja þreyttur á útlensku kærustunum. „Ég fann stelpur á Netinu. Það er mikil vinna. Þú ert að lesa öll þessi heimskulegu bréf sem þær senda," segir Guffi.

Kominn með íslenska konuGuffi varð því feginn þegar kreppann skall á haustið 2008. Hann selur núna færri bíla og þénar minni pening. Hann á hans vegar nóg til að bíta og brenna og lífsstíllinn er einfaldari. „Ég geri ekkert heimskulegt og ég er ekki í neinu stressi lengur," segir Guffi. „Ég á ekki lengur úkraínskar og svissneskar kærustur. Ég á íslenska konu núna," segir Guffi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×