Þjóðlenduúrskurður á leið fyrir dómstóla 12. október 2011 06:00 Réttarsalur. Óbyggðanefnd hefur úrskurðað níu svæði á Tröllaskaga sem þjóðlendur og afrétt. Deilt var um fjórtán svæði. Nefndin segir eitt svæðanna að auki vera þjóðlendu og afrétt að hluta. Fjögur svæði séu hins vegar eignarlönd. Óbyggðanefnd segir meðal annars að Hnjótafjall sunnan Atlastaða í Dalvíkurbyggð sé þjóðlenda. „Þetta teljum við vera alrangt,“ segir Einar Sigurbjörnsson prófessor sem árið 2004 keypti Atlastaði ásamt eiginkonu sinni. „Þarna er um að ræða svæði sem verið hefur í einkaeigu öldum saman þótt það hafi ekki legið undir Atlastaði fyrr en á nítjándu öld. Það er mjög furðulegt að fara svona með eignir sem hafa gengið kaupum og sölum og bara þjóðnýta á einu bretti eins og ekkert sé. Ég geri ráð fyrir því að við munum áfrýja þessu eins og fleiri,“ segir Einar. Agnar Gunnarsson, bóndi og oddviti Akrahrepps, kveðst langt í frá vera sáttur með þann úrskurð að Silfrastaðaafréttur sé þjóðlenda. „Við teljum að hreppurinn eigi þetta land. Þetta er alls engin þjóðlenda heldur land sem var keypt af bóndanum á Silfrastöðum fyrir rúmlega 110 árum.“ Áður hefur verið úrskurðað um annan hluta af Silfrastaðaafrétt með sömu niðurstöðu. Akrahreppur rekur það mál nú fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra. „Ég reikna með að við förum sömu leið með þetta mál. Við berum ábyrgð á því að reyna að vernda eignir sveitarfélagsins,“ segir oddvitinn. Málunum fjórtán var skipt á tvo úrskurði, annars vegar vegna Eyjafjarðar ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna og hins vegar á Skagafjörð ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir Vífilsstaði/Kot, Þorvaldsdalsafrétt, Almenning norðan Hrauna og Kolbeinsdalsafrétt vera eignarlönd. Hnjótafjall, Skíðadalsafrétt, Möðruvallaafrétt, Bakkasel, Stífluafrétt og Lágheiði, Hrolleifsdalsafrétt, Flókadalsafrétt, Unadals- og Deildardalsafréttir, Silfrastaðaafrétt og Krossland séu þjóðlenda og afréttur eða í afréttareign. Þjóðlenda en ekki afréttur sé landsvæði norðaustan Stífluafréttar og Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir að vegna sparnaðar í ríkisfjármálum hafi nefndin nú engin þjóðlendumál til meðferðar. Þá muni fjármálaráðherra ekki lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2012. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Óbyggðanefnd hefur úrskurðað níu svæði á Tröllaskaga sem þjóðlendur og afrétt. Deilt var um fjórtán svæði. Nefndin segir eitt svæðanna að auki vera þjóðlendu og afrétt að hluta. Fjögur svæði séu hins vegar eignarlönd. Óbyggðanefnd segir meðal annars að Hnjótafjall sunnan Atlastaða í Dalvíkurbyggð sé þjóðlenda. „Þetta teljum við vera alrangt,“ segir Einar Sigurbjörnsson prófessor sem árið 2004 keypti Atlastaði ásamt eiginkonu sinni. „Þarna er um að ræða svæði sem verið hefur í einkaeigu öldum saman þótt það hafi ekki legið undir Atlastaði fyrr en á nítjándu öld. Það er mjög furðulegt að fara svona með eignir sem hafa gengið kaupum og sölum og bara þjóðnýta á einu bretti eins og ekkert sé. Ég geri ráð fyrir því að við munum áfrýja þessu eins og fleiri,“ segir Einar. Agnar Gunnarsson, bóndi og oddviti Akrahrepps, kveðst langt í frá vera sáttur með þann úrskurð að Silfrastaðaafréttur sé þjóðlenda. „Við teljum að hreppurinn eigi þetta land. Þetta er alls engin þjóðlenda heldur land sem var keypt af bóndanum á Silfrastöðum fyrir rúmlega 110 árum.“ Áður hefur verið úrskurðað um annan hluta af Silfrastaðaafrétt með sömu niðurstöðu. Akrahreppur rekur það mál nú fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra. „Ég reikna með að við förum sömu leið með þetta mál. Við berum ábyrgð á því að reyna að vernda eignir sveitarfélagsins,“ segir oddvitinn. Málunum fjórtán var skipt á tvo úrskurði, annars vegar vegna Eyjafjarðar ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna og hins vegar á Skagafjörð ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir Vífilsstaði/Kot, Þorvaldsdalsafrétt, Almenning norðan Hrauna og Kolbeinsdalsafrétt vera eignarlönd. Hnjótafjall, Skíðadalsafrétt, Möðruvallaafrétt, Bakkasel, Stífluafrétt og Lágheiði, Hrolleifsdalsafrétt, Flókadalsafrétt, Unadals- og Deildardalsafréttir, Silfrastaðaafrétt og Krossland séu þjóðlenda og afréttur eða í afréttareign. Þjóðlenda en ekki afréttur sé landsvæði norðaustan Stífluafréttar og Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir að vegna sparnaðar í ríkisfjármálum hafi nefndin nú engin þjóðlendumál til meðferðar. Þá muni fjármálaráðherra ekki lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2012. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira