Við fáum engin gefins mörk fyrir að ganga vel í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2011 06:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson er á leið í þriðju undankeppnina.Fréttablaðið/Stefán Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu spila sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2013 þegar Búlgarar mæta á Laugardalsvöllinn í næstu viku. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 22 manna hóp fyrir leikinn. „Við rennum aðeins blint í sjóinn því við höfum aldrei spilað við Búlgaríu en ég er búinn að sjá nokkra leiki með þeim á DVD og þær eru sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Sigurður Ragnar, en þetta verður einn af skyldusigrum stelpnanna í riðlinum. „Þær töpuðu nokkrum leikjum frekar stórt í síðustu undankeppni en þeim tókst líka að ná jafntefli við Danmörku úti í Búlgaríu þannig að þær virðast geta varist. Við þurfum að sýna þolinmæði og reyna að brjóta þær niður,“ segir landsliðsþjálfarinn, en þetta er fyrsta verkefni liðsins síðan það komst í úrslitaleikinn á hinu sterka Algarve-móti. „Við spiluðum mjög vel á Algarve og þá var liðið sérstaklega öflugt varnarlega og markvarslan mjög góð. Núna reikna ég með að það muni reyna meira á hversu gott liðið er að sækja. Ég hugsa að við verðum miklu meira með boltann í þessum leik og þá snýst þetta aðallega um að reyna að brjóta niður vörnina hjá þeim. Algarve á að gefa okkur byr í seglin en það hjálpar okkur ekki beint því við fáum ekki gefins mark fyrir að hafa gengið vel í mars,“ segir Sigurður. Sigurður Ragnar valdi þær stelpur sem voru í aðalhlutverki þegar liðið náði öðru sæti í Algarve-bikarnum og þá kemur Hólmfríður Magnúsdóttir aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Hann valdi líka þrjá nýliða í hópinn, Stjörnustelpuna Eyrúnu Guðmundsdóttur, KR-inginn Katrínu Ásbjörnsdóttur og hina sautján ára gömlu Guðmundu Brynju Óladóttur frá Selfossi. „Ég hef haldið mig við þessa stefnu því við höfum ekkert 21 árs lið. Þetta er aðeins til að brúa bilið og til að ungir og efnilegir leikmenn fái nasaþefinn af A-landsliðinu,“ segir Sigurður Ragnar. „Við höfum séð unga leikmenn vinna sér sæti í liðinu, eins og Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Rakel Hönnudóttur,“ segir Sigurður Ragnar, en Guðmunda hefur verið í aðalhlutverki með 17 ára landsliðinu sem komst alla leið í lokaúrslit EM. „Hún er aðeins eldri en Sara var þegar ég valdi hana fyrst. Í gegnum tíðina hafa okkar bestu leikmenn byrjað í landsliðinu á þessum aldri og núna höfum við aldrei átt jafn gott 17 ára landslið. Mér finnst mikilvægt að senda þau skilaboð út að ungir leikmenn geti unnið sér sæti í landsliðinu með því að standa sig vel. Ef leikmenn eru nógu góðir á ekki að skipta neinu máli hvað þeir eru gamlir eða hvar þeir spila,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu spila sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2013 þegar Búlgarar mæta á Laugardalsvöllinn í næstu viku. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 22 manna hóp fyrir leikinn. „Við rennum aðeins blint í sjóinn því við höfum aldrei spilað við Búlgaríu en ég er búinn að sjá nokkra leiki með þeim á DVD og þær eru sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Sigurður Ragnar, en þetta verður einn af skyldusigrum stelpnanna í riðlinum. „Þær töpuðu nokkrum leikjum frekar stórt í síðustu undankeppni en þeim tókst líka að ná jafntefli við Danmörku úti í Búlgaríu þannig að þær virðast geta varist. Við þurfum að sýna þolinmæði og reyna að brjóta þær niður,“ segir landsliðsþjálfarinn, en þetta er fyrsta verkefni liðsins síðan það komst í úrslitaleikinn á hinu sterka Algarve-móti. „Við spiluðum mjög vel á Algarve og þá var liðið sérstaklega öflugt varnarlega og markvarslan mjög góð. Núna reikna ég með að það muni reyna meira á hversu gott liðið er að sækja. Ég hugsa að við verðum miklu meira með boltann í þessum leik og þá snýst þetta aðallega um að reyna að brjóta niður vörnina hjá þeim. Algarve á að gefa okkur byr í seglin en það hjálpar okkur ekki beint því við fáum ekki gefins mark fyrir að hafa gengið vel í mars,“ segir Sigurður. Sigurður Ragnar valdi þær stelpur sem voru í aðalhlutverki þegar liðið náði öðru sæti í Algarve-bikarnum og þá kemur Hólmfríður Magnúsdóttir aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Hann valdi líka þrjá nýliða í hópinn, Stjörnustelpuna Eyrúnu Guðmundsdóttur, KR-inginn Katrínu Ásbjörnsdóttur og hina sautján ára gömlu Guðmundu Brynju Óladóttur frá Selfossi. „Ég hef haldið mig við þessa stefnu því við höfum ekkert 21 árs lið. Þetta er aðeins til að brúa bilið og til að ungir og efnilegir leikmenn fái nasaþefinn af A-landsliðinu,“ segir Sigurður Ragnar. „Við höfum séð unga leikmenn vinna sér sæti í liðinu, eins og Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Rakel Hönnudóttur,“ segir Sigurður Ragnar, en Guðmunda hefur verið í aðalhlutverki með 17 ára landsliðinu sem komst alla leið í lokaúrslit EM. „Hún er aðeins eldri en Sara var þegar ég valdi hana fyrst. Í gegnum tíðina hafa okkar bestu leikmenn byrjað í landsliðinu á þessum aldri og núna höfum við aldrei átt jafn gott 17 ára landslið. Mér finnst mikilvægt að senda þau skilaboð út að ungir leikmenn geti unnið sér sæti í landsliðinu með því að standa sig vel. Ef leikmenn eru nógu góðir á ekki að skipta neinu máli hvað þeir eru gamlir eða hvar þeir spila,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira