Erlent

Obama og Biden aftur í framboð

Óli Tynes skrifar
Barack Obama; Four more years.
Barack Obama; Four more years.
Barack Obama og Joe Biden varaforseti hafa tilkynnt að þeir munu báðir verða í framboði í forsetakosningunum árið 2012. Bandaríska fréttastofan CNN segir að þeir félagar hafi tilkynnt um þetta í fyrra lagi til þess að geta byrjað að safna strax safna fé til kosningabaráttunnar.

Samkvæmt nýjum reglum má hver einstaklingur ekki gefa nema 2.500 dollara í kosningasjóði. Demokratar telja sig þurfa að ná í einn milljarð dollara og því veitir ekki af að byrja snemma. Einn milljarður dollara er um 115 milljarðar íslenskra króna.

 

Republikanar hafa ekki enn ákveðið hver fari fram fyrir þá í kosningunum og þar er enginn augljós kandídat. Ýmsir eru þó að hugsa sig um, eins og auðkýfingurinn Donald Trump og Sara Palin, fyrrum forsetaframbjóðandi og ríkisstjóri í Alaska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×