Innlent

Hvetja íbúa til að huga að húsum sínum

Frá Grenivík
Frá Grenivík
Vegna rafmagnstruflana kom upp bilun í dælum í Reykjaveitu, hitaveitu sem liggur frá Reykjum í Fnjóskadal niður á Grenivík, í gær. Allt vatn fór af veitunni og komst ekki á fyrr en um hádegisbil í gær.

Starfsmenn Norðurorku og verktakar unnu hörðum höndum að því í gær og fram á nótt að koma vatni á öll hús á svæðinu en víða var frosið í inntökum, eins og segir í tilkynningu.

Starfsmenn munu áfram vinna að því að koma vatni á í dag.

Fært er orðið yfir Víkurskarð og inn í Fnjóskadal og skorar Norðurorka á eigendur frístundahúsa í dalnum, að huga að húsum sínum vegna kuldans.

Ekki séu þó miklar líkur á því að um frostskemmdir sé að ræða innandyra en þó sé ekki hægt að útiloka slíkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×