Erlent

Rottur og klóakvatn streyma um Kaupmannahöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svartrotta
Svartrotta
Enn eru um 50 þúsund Kaupmannahafnabúar án heits vatns vegna mikilla rigninga í Danmörku þessa dagana. Klóakvatn rennur hins vegar um allar götur vegna flóða sem rigningin hefur valdið.

Torben Hamann, hjá Orkuveitu Kaupmannahafnar, segir að það geti liðið allt að vika þar til að heitavatnskerfið í borginni er komið í eðlilegt lag. „Vatninu verður hleypt á hægt og rólega í þessari viku. Fyrst þarf að tæma vatn úr kjöllurum og þegar þeir hafi verið tæmdir verður hægt að hleypa vatni á bæinn," segir Torben Hamann.

Allt iðar nú af lífi á götum Kaupmannahafnar vegna flóðanna því að rottur streyma úr holræsakerfi borgarinnar upp á göturnar. Þá hafa fjölmargar dauðar rottur líka streymt upp úr holræsunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×