Fréttaskýring: Í verri stöðu ef málið tapast fyrir dómi 21. febrúar 2011 16:00 Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hollendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í samtali við Fréttablaðið. Stefán Már var einn fjögurra lögfræðinga sem skiluðu álitsgerð um Icesave-samninginn í byrjun janúar á þessu ári að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Lögfræðingarnir fjórir voru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Í álitsgerðinni kemur fram að ef Icesave-deilunni verði ekki lokið með samkomulagi er mögulegt að Bretar og Hollendingar muni höfða mál gegn Íslendingum. Þeir muni þá meðal annars halda því fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Þessi málsókn yrði sennilega reist á því að íslenska ríkið hafi ekki fullnægt skuldbindingum sínum samkvæmt Evróputilskipun og að þeir hefðu mismunað innstæðueigendum. Bretar og Hollendingar myndu að öllum líkindum miða mál sitt við alla þá fjárhæð sem þeir innleystu en ekki einungis við rúmlega 20 þúsund evrur á hvern innstæðueiganda. Fram kemur í álitinu að nái ítrustu kröfur Breta og Hollendinga fram að ganga fyrir dómstólum er núverandi Icesave-samningur mun hagstæðari. Að sögn Stefáns Más munu Bretar og Hollendingar þurfa að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Ekki sé þó hægt að útiloka að þeir muni reyna að sækja málið ytra. Í álitinu er talið að ESA muni að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Stefán Már segir það slæmt fyrir Íslendinga ef ESA vinni málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þá hafi Íslendingar í stað þess að vera með samning í höndunum verið dæmdir fyrir brot á öðrum samningi. Í álitinu er jafnframt talið líklegt að Bretar og Hollendingar, og jafnvel aðrar þjóðir, muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hafi birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Óljóst sé hversu umfangsmiklar aðgerðirnar geta orðið eða hve lengi þær munu standa. Þetta gæti valdið Íslandi tjóni þótt ekki sé lagt mat á eðli eða umfang þess. Í álitsgerðinni segir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu þeir að þá fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dómsmálið gæti dregist á langinn með samsvarandi óvissu og tjóni fyrir alla aðila. Það geti einnig haft áhrif á vinsamleg samskipti við þjóðir sem eiga í hlut. Stefán Már hefur ítrekað bent á að hann telji að Íslendingar geti unnið málið fyrir dómstólum. Óvissa fylgi því hins vegar að fara með málið þangað. „Það eru betri lögfræðingar en ég sem telja að við getum tapað málinu," segir hann. Stefán Már bendir þó einnig á að ákveðin óvissa fylgi núverandi Icesave-samningi – eitthvað sem hann hefði viljað vera laus við. kristjan@frettabladid.is Icesave Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hollendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í samtali við Fréttablaðið. Stefán Már var einn fjögurra lögfræðinga sem skiluðu álitsgerð um Icesave-samninginn í byrjun janúar á þessu ári að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Lögfræðingarnir fjórir voru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Í álitsgerðinni kemur fram að ef Icesave-deilunni verði ekki lokið með samkomulagi er mögulegt að Bretar og Hollendingar muni höfða mál gegn Íslendingum. Þeir muni þá meðal annars halda því fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Þessi málsókn yrði sennilega reist á því að íslenska ríkið hafi ekki fullnægt skuldbindingum sínum samkvæmt Evróputilskipun og að þeir hefðu mismunað innstæðueigendum. Bretar og Hollendingar myndu að öllum líkindum miða mál sitt við alla þá fjárhæð sem þeir innleystu en ekki einungis við rúmlega 20 þúsund evrur á hvern innstæðueiganda. Fram kemur í álitinu að nái ítrustu kröfur Breta og Hollendinga fram að ganga fyrir dómstólum er núverandi Icesave-samningur mun hagstæðari. Að sögn Stefáns Más munu Bretar og Hollendingar þurfa að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Ekki sé þó hægt að útiloka að þeir muni reyna að sækja málið ytra. Í álitinu er talið að ESA muni að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Stefán Már segir það slæmt fyrir Íslendinga ef ESA vinni málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þá hafi Íslendingar í stað þess að vera með samning í höndunum verið dæmdir fyrir brot á öðrum samningi. Í álitinu er jafnframt talið líklegt að Bretar og Hollendingar, og jafnvel aðrar þjóðir, muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hafi birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Óljóst sé hversu umfangsmiklar aðgerðirnar geta orðið eða hve lengi þær munu standa. Þetta gæti valdið Íslandi tjóni þótt ekki sé lagt mat á eðli eða umfang þess. Í álitsgerðinni segir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu þeir að þá fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dómsmálið gæti dregist á langinn með samsvarandi óvissu og tjóni fyrir alla aðila. Það geti einnig haft áhrif á vinsamleg samskipti við þjóðir sem eiga í hlut. Stefán Már hefur ítrekað bent á að hann telji að Íslendingar geti unnið málið fyrir dómstólum. Óvissa fylgi því hins vegar að fara með málið þangað. „Það eru betri lögfræðingar en ég sem telja að við getum tapað málinu," segir hann. Stefán Már bendir þó einnig á að ákveðin óvissa fylgi núverandi Icesave-samningi – eitthvað sem hann hefði viljað vera laus við. kristjan@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira