Gengur til liðs við Cintamani 25. febrúar 2011 20:00 Steinunn Sigurðardóttir. Mynd/Anton Brink „Þetta er ráðgjafastarf því auðvitað hefur mikil hönnunarvinna átt sér stað í þessu fyrirtæki enda verið starfandi lengi," segir Steinunn Sigurðardóttir, einn fremsti fatahönnuður landsins. Hún hefur tekið að sér ráðgjafahlutverk hjá íslenska útivistarmerkinu Cintamani. Steinunn mun ásamt hönnunarteymi hanna nýju línu sem kemur væntanlega á markað á næsta ári. Jafnframt hefur Steinunn verið fyrirtækinu innan handar við opnun nýrrar verslunar í Bankastræti þar sem Sævar Karl var áður til húsa. Hönnun Steinunnar hefur fengið góðan hljómgrunn hér á landi sem og erlendis. Hún hefur hannað föt fyrir stór tískuhús á borð við Calvin Klein og Gucci og því kann það að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að hún skuli hafa tekið að sér ráðgjafastarf hjá útivistarfyrirtæki.Verkefnið felur meðal annars í sér að undirbúa opnun stórverslunar í Bankastrætinu. Fréttablaðið/Stefán„Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að ég hef unnið með mjög stórum fyrirtækjum þar sem úlpur, peysur og annar útivistarfatnaður var hannaður. Ísland er nefnilega ákjósanlegur staður til að prófa úlpur því við fáum alls konar veður á hverjum einasta degi. Og ég vil líka meina að fatahönnuður eigi að vera óhræddur við að prófa eitthvað nýtt," segir Steinunn. Hún bendir jafnframt á að innan Cintamani séu margir mjög góðir fatahönnuðir og að sér finnist þarna vera kominn vísir að einu af nokkrum tískuhúsum á Íslandi. „Þarna er hönnun í hávegum höfð og fyrirtækið hefur verið í margra ára uppbyggingu." Steinunn segir hennar hlutverk vera fyrst og fremst að færa fyrirtækið upp á alþjóðlegan stall og hún er ákaflega spennt fyrir nýja húsnæðinu í Bankastræti. „Þarna eru arkitektar að vinna í alls konar innréttingum. Sjálfri finnst mér mjög áhugavert að skoða hvernig fólk verslar og hvernig fólk upplifir verslun, sem ég held að sé að breytast á Íslandi. Og ekki skemmir fyrir að þetta er í húsnæði Sævars, mannsins sem á mikinn heiður af því að byggja upp fagurfræði á Íslandi." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
„Þetta er ráðgjafastarf því auðvitað hefur mikil hönnunarvinna átt sér stað í þessu fyrirtæki enda verið starfandi lengi," segir Steinunn Sigurðardóttir, einn fremsti fatahönnuður landsins. Hún hefur tekið að sér ráðgjafahlutverk hjá íslenska útivistarmerkinu Cintamani. Steinunn mun ásamt hönnunarteymi hanna nýju línu sem kemur væntanlega á markað á næsta ári. Jafnframt hefur Steinunn verið fyrirtækinu innan handar við opnun nýrrar verslunar í Bankastræti þar sem Sævar Karl var áður til húsa. Hönnun Steinunnar hefur fengið góðan hljómgrunn hér á landi sem og erlendis. Hún hefur hannað föt fyrir stór tískuhús á borð við Calvin Klein og Gucci og því kann það að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að hún skuli hafa tekið að sér ráðgjafastarf hjá útivistarfyrirtæki.Verkefnið felur meðal annars í sér að undirbúa opnun stórverslunar í Bankastrætinu. Fréttablaðið/Stefán„Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að ég hef unnið með mjög stórum fyrirtækjum þar sem úlpur, peysur og annar útivistarfatnaður var hannaður. Ísland er nefnilega ákjósanlegur staður til að prófa úlpur því við fáum alls konar veður á hverjum einasta degi. Og ég vil líka meina að fatahönnuður eigi að vera óhræddur við að prófa eitthvað nýtt," segir Steinunn. Hún bendir jafnframt á að innan Cintamani séu margir mjög góðir fatahönnuðir og að sér finnist þarna vera kominn vísir að einu af nokkrum tískuhúsum á Íslandi. „Þarna er hönnun í hávegum höfð og fyrirtækið hefur verið í margra ára uppbyggingu." Steinunn segir hennar hlutverk vera fyrst og fremst að færa fyrirtækið upp á alþjóðlegan stall og hún er ákaflega spennt fyrir nýja húsnæðinu í Bankastræti. „Þarna eru arkitektar að vinna í alls konar innréttingum. Sjálfri finnst mér mjög áhugavert að skoða hvernig fólk verslar og hvernig fólk upplifir verslun, sem ég held að sé að breytast á Íslandi. Og ekki skemmir fyrir að þetta er í húsnæði Sævars, mannsins sem á mikinn heiður af því að byggja upp fagurfræði á Íslandi." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira