Úrslit Íslensku tónlistarverðlaunanna 9. mars 2011 07:00 Ólöf Arnalds varð fyrir valinu sem tónhöfundur ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Fréttablaðið/Vilhelm Íslensku tónlistarverðlaunin dreifðust á margar hendur þegar þau voru afhent í sautjánda sinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Jón Þór Birgisson, Jónsi, átti bestu plötu ársins í rokk- og poppflokki, Go, sem kom út við góðar undirtektir í fyrra. Stutt er síðan sama plata var valin besta norræna plata ársins við hátíðlega athöfn í Noregi. „Hamingjan er hér“ með Jónasi Sigurðssyni var kjörið lag ársins. Þau naut mikilla vinsælda á síðasta ári en það kom út á annarri plötu Jónasar, Allt er eitthvað. Bjartmar Guðlaugsson, sem hefur átt góða endurkomu að undanförnu, var valinn textahöfundur ársins fyrir textana á plötunni Skrýtin veröld sem kom út fyrir jólin. Hann var tilnefndur til þrennra verðlauna og voru það fyrstu tilnefningar hans á löngum ferli. Ólöf Arnalds varð fyrir valinu sem tónhöfundur ársins og bar hún þar sigurorð af köppum á borð við Jónsa, Bjartmar og Skúla Sverrisson. Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil voru valdir tónlistarflytjendur ársins fyrir tónleika sína á Listahátíð og óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir rödd ársins. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason var valinn bjartasta vonin. Hann þykir einn efnilegasti trompetleikari sem komið hefur fram um árabil. Þá fékk hönnuðurinn Sigurður Eggertsson verðlaun fyrir umslag ársins við plötuna Pólýfónía með Apparat Organ Quartet, auk þess sem Jóel Pálsson átti hljómplötu ársins í djassflokki, Horn. Heiðursverðlaunahafi ársins, Þórir Baldursson útsetjari, tónskáld, píanóleikari og Hammond-fjölfræðingur tók við viðurkenningu sinni og nokkrir samferðamenn hans og vinir hylltu hann með tónlistarflutningi. freyr@frettabladid.is Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin dreifðust á margar hendur þegar þau voru afhent í sautjánda sinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Jón Þór Birgisson, Jónsi, átti bestu plötu ársins í rokk- og poppflokki, Go, sem kom út við góðar undirtektir í fyrra. Stutt er síðan sama plata var valin besta norræna plata ársins við hátíðlega athöfn í Noregi. „Hamingjan er hér“ með Jónasi Sigurðssyni var kjörið lag ársins. Þau naut mikilla vinsælda á síðasta ári en það kom út á annarri plötu Jónasar, Allt er eitthvað. Bjartmar Guðlaugsson, sem hefur átt góða endurkomu að undanförnu, var valinn textahöfundur ársins fyrir textana á plötunni Skrýtin veröld sem kom út fyrir jólin. Hann var tilnefndur til þrennra verðlauna og voru það fyrstu tilnefningar hans á löngum ferli. Ólöf Arnalds varð fyrir valinu sem tónhöfundur ársins og bar hún þar sigurorð af köppum á borð við Jónsa, Bjartmar og Skúla Sverrisson. Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil voru valdir tónlistarflytjendur ársins fyrir tónleika sína á Listahátíð og óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir rödd ársins. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason var valinn bjartasta vonin. Hann þykir einn efnilegasti trompetleikari sem komið hefur fram um árabil. Þá fékk hönnuðurinn Sigurður Eggertsson verðlaun fyrir umslag ársins við plötuna Pólýfónía með Apparat Organ Quartet, auk þess sem Jóel Pálsson átti hljómplötu ársins í djassflokki, Horn. Heiðursverðlaunahafi ársins, Þórir Baldursson útsetjari, tónskáld, píanóleikari og Hammond-fjölfræðingur tók við viðurkenningu sinni og nokkrir samferðamenn hans og vinir hylltu hann með tónlistarflutningi. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira