Jarðskjálftinn sem skók Tókýó og stóran hluta Japans í gær var sá stærsti sem Stefán Lárus Stefánsson sendiherra Íslands í landinu hefur fundið. „Maður verður býsna lítill í sér þegar maður stendur frammi fyrir svona kröftum,“ segir hann.
Lárus var staddur í þrílyftu sendiráðshúsi Íslands, en þar hélt í gærkvöldi nokkur hópur fólks kyrru fyrir þar sem samgöngur í Tókýó voru úr skorðum.
Unnið var að því í sendiráðinu að ná í Íslendinga sem búsettir eru ytra.
Stefán sagðist ekki vitað hvort Íslendingar kynnu að hafa verið á flóðasvæðum, en flestir væru í Tókýó.
„Fólk kemur til landsins og er á einhverju svæði en er ekkert að hafa samband við okkur dagsdaglega,“ segir hann og vísar á borgaraþjónustuna í utanríkisráðuneytinu vilji fólk leita upplýsinga um ættingja eða vini í Japan.
Innlent