Háhýsin sveifluðust sem væru úr gúmmíi Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. mars 2011 00:00 Í tókýó Mölbrotinn varningur í postulínsbúð í Tókýó eftir risajarðskjálftann í gærmorgun. Skemmdir voru afar mismunandi eftir borgarhlutum. Nordicphotos/AFP Smástund leið áður en fólk áttaði sig á því að risajarðskjálftinn í Japan í gær væri stærri en gengur og gerist. Jarðskjálftar eru þar svo tíðir að fæstir kippa sér upp við smáskjálfta.Árni KristjánssonÁrni Kristjánsson, doktorsnemi við Listaháskólann í Tókýó, var staddur á veitingahúsi í miðborginni þegar skjálftinn brast á, laust fyrir klukkan þrjú síðdegis að staðartíma. „Þetta byrjaði eins og þessi venjulegi hristingur, en svo leit fólk hvað á annað inni á veitingastaðnum, þegar rann upp fyrir því að þetta væri eitthvað meira. Eftir fyrstu tíu sekúndurnar var það orðið mjög augljóst að þetta var ekki venjulegur skjálfti.“ Árni hljóp út af veitingastaðnum og út á miðja götu. „Þarna er mjög mikið af mjóum háhýsum, átta til tíu hæðir, allt í kring. Þau sveifluðust um eins og þau væru gerð úr gúmmíi og mikil mildi að glerið skyldi ekki brotna í rúðunum. Maður sá grindurnar bogna. Þetta var alveg svakaleg sjón og fólk greinilega frekar hrætt.“ Vegna þess að lestarkerfið í Tókýó lá niðri eftir stóra skjálftann var ekki hlaupið að því að komast um borgina. Árni segir leigubíla strax hafa verið tekna þannig að hans beið tveggja og hálfrar klukkustundar gangur heim. „Og ég sá sem betur fer svo sem engar sérstakar skemmdir á leiðinni heim,“ segir hann. Þegar heim var komið sá hann að hlutir höfðu fallið úr hillum og færst úr stað. Síðan sá hann í fréttunum að annars staðar hefðu hús hrunið og eldar kviknað í borginni, auk viðvarana vegna flóðbylgjunnar sem gekk á land. Á leiðinni heim sagðist Árni hins vegar hafa orðið vel var við eftirskjálftana sem riðu yfir, en þeir voru margir á stærð við og stærri en stærstu skjálftar sem verða hér á landi. „Maður finnur þrýstinginn í jörðinni, en þarf að horfa í kring um sig til að sjá hvort skjálfti er í gangi eða ekki. Svo kannski heyrði ég skilti berjast við næsta húsvegg.“ Árni segir eftirskjálfta hafa komið með um það bil tuttugu mínútna millibili fyrstu klukkustundirnar eftir stóra skjálftann, sem var 8,9 á Richter. Íslendingar sem búsettir eru í Tókýó settu sig strax í samband hver við annan og sagðist Árni ekki hafa heyrt annað en allir væru heilir á húfi. Ástand væri hins vegar dálítið misjafnt eftir hverfum. Þannig virtist lífið ganga sinn vanagang í hans hverfi, verslanir voru opnar og fólk í búðum. Félagi í suðurhluta borgarinnar sagði honum hins vegar að drífa sig í að kaupa inn, því þar hamstraði fólk allt ætilegt í búðum líkt og það byggi sig undir nokkur harðindi. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Smástund leið áður en fólk áttaði sig á því að risajarðskjálftinn í Japan í gær væri stærri en gengur og gerist. Jarðskjálftar eru þar svo tíðir að fæstir kippa sér upp við smáskjálfta.Árni KristjánssonÁrni Kristjánsson, doktorsnemi við Listaháskólann í Tókýó, var staddur á veitingahúsi í miðborginni þegar skjálftinn brast á, laust fyrir klukkan þrjú síðdegis að staðartíma. „Þetta byrjaði eins og þessi venjulegi hristingur, en svo leit fólk hvað á annað inni á veitingastaðnum, þegar rann upp fyrir því að þetta væri eitthvað meira. Eftir fyrstu tíu sekúndurnar var það orðið mjög augljóst að þetta var ekki venjulegur skjálfti.“ Árni hljóp út af veitingastaðnum og út á miðja götu. „Þarna er mjög mikið af mjóum háhýsum, átta til tíu hæðir, allt í kring. Þau sveifluðust um eins og þau væru gerð úr gúmmíi og mikil mildi að glerið skyldi ekki brotna í rúðunum. Maður sá grindurnar bogna. Þetta var alveg svakaleg sjón og fólk greinilega frekar hrætt.“ Vegna þess að lestarkerfið í Tókýó lá niðri eftir stóra skjálftann var ekki hlaupið að því að komast um borgina. Árni segir leigubíla strax hafa verið tekna þannig að hans beið tveggja og hálfrar klukkustundar gangur heim. „Og ég sá sem betur fer svo sem engar sérstakar skemmdir á leiðinni heim,“ segir hann. Þegar heim var komið sá hann að hlutir höfðu fallið úr hillum og færst úr stað. Síðan sá hann í fréttunum að annars staðar hefðu hús hrunið og eldar kviknað í borginni, auk viðvarana vegna flóðbylgjunnar sem gekk á land. Á leiðinni heim sagðist Árni hins vegar hafa orðið vel var við eftirskjálftana sem riðu yfir, en þeir voru margir á stærð við og stærri en stærstu skjálftar sem verða hér á landi. „Maður finnur þrýstinginn í jörðinni, en þarf að horfa í kring um sig til að sjá hvort skjálfti er í gangi eða ekki. Svo kannski heyrði ég skilti berjast við næsta húsvegg.“ Árni segir eftirskjálfta hafa komið með um það bil tuttugu mínútna millibili fyrstu klukkustundirnar eftir stóra skjálftann, sem var 8,9 á Richter. Íslendingar sem búsettir eru í Tókýó settu sig strax í samband hver við annan og sagðist Árni ekki hafa heyrt annað en allir væru heilir á húfi. Ástand væri hins vegar dálítið misjafnt eftir hverfum. Þannig virtist lífið ganga sinn vanagang í hans hverfi, verslanir voru opnar og fólk í búðum. Félagi í suðurhluta borgarinnar sagði honum hins vegar að drífa sig í að kaupa inn, því þar hamstraði fólk allt ætilegt í búðum líkt og það byggi sig undir nokkur harðindi.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira