Engu breytir að skipta um nafn á krónunni 17. mars 2011 05:00 Í Seðlabankanum Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Fréttablaðið/GVA Engu breytir þótt breytt sé um nafn á krónunni. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi að lokinni kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans í gær. „Trúverðugleiki myntarinnar ræðst af stöðu efnhagslífsins, trúverðugleika efnahagsstjórnarinnar og svo framvegis. Það er mun mikilvægara að huga að því en einhverjum patentlausnum,“ segir Már. Hann kvaðst þó ekki hafa kynnt sér sérstaklega hugmyndir sem Lilja Mósesdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur viðrað um vænleika þess að skipta um nafn á krónunni og taka þar með upp nýja íslenska mynt. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir jafnframt varhugavert að vísa í þessu samhengi til reynslu Þjóðverja af breytingum á heiti myntar þeirra. „Menn ættu aðeins að skoða efnahagssögu Þýskalands,“ segir hann og bendir á að þegar nafni ríkismarksins var breytt árið 1945 hafi breytingin átt sér stað í landi sem var í rúst eftir seinni heimsstyrjöldina, auk þess sem þjóðin hafi verið að skilja við nasismann. „Þýski seðlabankinn sem þá var hafði verið bakhjarl hans.“ Á millistríðsárunum, árið 1928, segir Þórarinn jafnframt hafa verið algjöran efnahagslegan glundroða í Þýskalandi þegar þá var skipt um mynt. „Hann birtist meðal annars í 13 þúsund milljóna prósenta verðbólgu. Að líkja því við það sem við höfum verið að fara í gegnum er eiginlega hálfgerð fjarstæða.“- óká Fréttir Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Engu breytir þótt breytt sé um nafn á krónunni. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi að lokinni kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans í gær. „Trúverðugleiki myntarinnar ræðst af stöðu efnhagslífsins, trúverðugleika efnahagsstjórnarinnar og svo framvegis. Það er mun mikilvægara að huga að því en einhverjum patentlausnum,“ segir Már. Hann kvaðst þó ekki hafa kynnt sér sérstaklega hugmyndir sem Lilja Mósesdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur viðrað um vænleika þess að skipta um nafn á krónunni og taka þar með upp nýja íslenska mynt. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir jafnframt varhugavert að vísa í þessu samhengi til reynslu Þjóðverja af breytingum á heiti myntar þeirra. „Menn ættu aðeins að skoða efnahagssögu Þýskalands,“ segir hann og bendir á að þegar nafni ríkismarksins var breytt árið 1945 hafi breytingin átt sér stað í landi sem var í rúst eftir seinni heimsstyrjöldina, auk þess sem þjóðin hafi verið að skilja við nasismann. „Þýski seðlabankinn sem þá var hafði verið bakhjarl hans.“ Á millistríðsárunum, árið 1928, segir Þórarinn jafnframt hafa verið algjöran efnahagslegan glundroða í Þýskalandi þegar þá var skipt um mynt. „Hann birtist meðal annars í 13 þúsund milljóna prósenta verðbólgu. Að líkja því við það sem við höfum verið að fara í gegnum er eiginlega hálfgerð fjarstæða.“- óká
Fréttir Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira