Rafmagnslaus sársauki Sara McMahon skrifar 22. mars 2011 00:01 Tónleikar Hurts í Vodafone-höllinni Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Hurts fóru fram í Vódafónhöllinni síðastliðinn sunnudag. Meðlimir sveitarinnar eru yfirlýstir Íslandsvinir og svo virðist sem aðdáunin sé gagnkvæm því nokkuð var af fólki í höllinni. Hurts leikur svokallað synthapopp og eru lögin hádramatísk, dansvæn og grípandi. Hljómsveitarmeðlimirnir eru jafnframt með þeim smekklegri í bransanum í dag og hefur svo vel klædd sveit líklega aldrei stigið á svið í Vódafónhöllinni áður. Tónleikarnir sjálfir voru nokkuð góðir til að byrja með. Söngvaranum, Theo Hutchcraft, fipaðist hvergi í söng sínum og hljómborðsleikarinn Adam Anderson stóð sig einnig með sóma og lék af fingrum fram á píanóið. Það tók þó svolitla stund fyrir þá félaga að hita áheyrendur upp og fá fólk til að dilla sér við synthapopptónana og þegar það loks gerðist sló rafmagninu af og ekkert heyrðist í tónlistarmönnunum. Hutchcraft var fljótur til og fékk áheyrendur til liðs við sig í svolitlum samsöng áður en hann hvarf af sviðinu á meðan unnið var að því að koma rafmagninu aftur á. Svo illa vildi til að rafmagninu sló aftur af í miðjum klíðum stuttu síðar og var þá áheyrendum og hljómsveitarmeðlimum nóg boðið. Einhverjir yfirgáfu þá staðinn heldur súrir í bragði og má með sanni segja að þetta hafi verið hræðilegt "antíklímax" á annars ágætum tónleikum. Niðurstaða: Á heildina litið stóð hljómsveitin sig vel en tónleikarnir náður engu flugi vegna tæknilegra örðugleika. Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónleikar Hurts í Vodafone-höllinni Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Hurts fóru fram í Vódafónhöllinni síðastliðinn sunnudag. Meðlimir sveitarinnar eru yfirlýstir Íslandsvinir og svo virðist sem aðdáunin sé gagnkvæm því nokkuð var af fólki í höllinni. Hurts leikur svokallað synthapopp og eru lögin hádramatísk, dansvæn og grípandi. Hljómsveitarmeðlimirnir eru jafnframt með þeim smekklegri í bransanum í dag og hefur svo vel klædd sveit líklega aldrei stigið á svið í Vódafónhöllinni áður. Tónleikarnir sjálfir voru nokkuð góðir til að byrja með. Söngvaranum, Theo Hutchcraft, fipaðist hvergi í söng sínum og hljómborðsleikarinn Adam Anderson stóð sig einnig með sóma og lék af fingrum fram á píanóið. Það tók þó svolitla stund fyrir þá félaga að hita áheyrendur upp og fá fólk til að dilla sér við synthapopptónana og þegar það loks gerðist sló rafmagninu af og ekkert heyrðist í tónlistarmönnunum. Hutchcraft var fljótur til og fékk áheyrendur til liðs við sig í svolitlum samsöng áður en hann hvarf af sviðinu á meðan unnið var að því að koma rafmagninu aftur á. Svo illa vildi til að rafmagninu sló aftur af í miðjum klíðum stuttu síðar og var þá áheyrendum og hljómsveitarmeðlimum nóg boðið. Einhverjir yfirgáfu þá staðinn heldur súrir í bragði og má með sanni segja að þetta hafi verið hræðilegt "antíklímax" á annars ágætum tónleikum. Niðurstaða: Á heildina litið stóð hljómsveitin sig vel en tónleikarnir náður engu flugi vegna tæknilegra örðugleika.
Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira