Handbolti

Klárar Akureyri titilinn í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni Fritzson í leik á móti Haukum fyrr í vetur.
Bjarni Fritzson í leik á móti Haukum fyrr í vetur. Fréttablaðið/Anton
Heil umferð fer fram í N1-deild karla í kvöld og líkt og í síðustu umferð þá eiga Akureyringar möguleika á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn sem verður fyrsti titillinn í sögu félagsins.

Akureyri, sem er með fimm stiga forskot á FH, fær Hauka í heimsókn en FH tekur á móti Val. Eftir leikinn verða aðeins sex stig eftir í pottinum.

Það dugar FH-ingum ekki að ná Akrueyri að stigum því norðanmenn eru betri í innbyrðisviðureignum liðanna. Aðrir leikir kvöldsins eru á milli Fram og Selfoss í Safamýri og á milli Aftureldingar og HK að Varmá. Allir leikir hefjast klukkan 19.30 nema leikur Akureyrar og Hauka sem hefst klukkan 19.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×