Móðir náttúra á túr 7. apríl 2011 22:30 Tölvuleikir - Gagnrýni úr Popp í Fréttablaðinu Motorstorm Apocalypse Heimurinn er á hraðleið til helvítis og hvað gera þá allir heilvita ökuþórar? Jú, þeir skella upp kappakstursbrautum á brennandi rústum siðmenningarinnar og keppa síðan sín á milli um hver sé tæpastur á geði. Þetta er í raun plottið í Motorstorm Apocalypse. Apocalypse er fjórði leikurinn í Motorstorm-seríunni, ef PSP-leikurinn er talinn með, og hefur leikurinn þróast nokkuð í gegnum tíðina. Helsta breytingin sem menn munu taka eftir er að nú er boðið upp á sérstakan söguþráð, þrjá nánar tiltekið, þar sem kappaksturinn er brotinn upp með kjánalegum teiknimyndum sem eiga að gefa innsýn í þennan klikkaða hóp ökuþóra, menningu þeirra, vinatengsl og svo framvegis. Menn spila sem nýliðinn, reyndi gaurinn og svo síðast sem goðsögnin, guðfaðirinn sem hóf þessa geðveiki. Þessi nýjung, að klína söguþræði í leikinn, er svo sem ágætis hugmynd en gallinn er að sögurnar bæta engu við spilun leiksins, eru lítið meira en langur pirrandi hlaðskjár (e.þ. loading screen). Sem betur fer er Motorstorm Apocalypse í essinu sínu þegar kemur að sjálfum akstrinum. Það er kannski ekki í anda pólitískrar rétthugsunar að þeysa um á götum stórborgar sem hefur verið lögð í rúst í jarðskjálfta en það er andskoti gaman. Motorstorm Apocalypse er hraður, óreiðukenndur og gersamlega truflaður á geði. Hann er kannski ekki hinn fullkomni kappakstursleikur en hann býður upp á upplifun sem er hreint einstök. Hvern hefur ekki dreymt um að takast á við móður náttúru á heiftarlegum túr? - vijSpilun 5/5Grafík 5/5Hljóð 4/5Ending 3/5 Niðurstaða 4/5 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tölvuleikir - Gagnrýni úr Popp í Fréttablaðinu Motorstorm Apocalypse Heimurinn er á hraðleið til helvítis og hvað gera þá allir heilvita ökuþórar? Jú, þeir skella upp kappakstursbrautum á brennandi rústum siðmenningarinnar og keppa síðan sín á milli um hver sé tæpastur á geði. Þetta er í raun plottið í Motorstorm Apocalypse. Apocalypse er fjórði leikurinn í Motorstorm-seríunni, ef PSP-leikurinn er talinn með, og hefur leikurinn þróast nokkuð í gegnum tíðina. Helsta breytingin sem menn munu taka eftir er að nú er boðið upp á sérstakan söguþráð, þrjá nánar tiltekið, þar sem kappaksturinn er brotinn upp með kjánalegum teiknimyndum sem eiga að gefa innsýn í þennan klikkaða hóp ökuþóra, menningu þeirra, vinatengsl og svo framvegis. Menn spila sem nýliðinn, reyndi gaurinn og svo síðast sem goðsögnin, guðfaðirinn sem hóf þessa geðveiki. Þessi nýjung, að klína söguþræði í leikinn, er svo sem ágætis hugmynd en gallinn er að sögurnar bæta engu við spilun leiksins, eru lítið meira en langur pirrandi hlaðskjár (e.þ. loading screen). Sem betur fer er Motorstorm Apocalypse í essinu sínu þegar kemur að sjálfum akstrinum. Það er kannski ekki í anda pólitískrar rétthugsunar að þeysa um á götum stórborgar sem hefur verið lögð í rúst í jarðskjálfta en það er andskoti gaman. Motorstorm Apocalypse er hraður, óreiðukenndur og gersamlega truflaður á geði. Hann er kannski ekki hinn fullkomni kappakstursleikur en hann býður upp á upplifun sem er hreint einstök. Hvern hefur ekki dreymt um að takast á við móður náttúru á heiftarlegum túr? - vijSpilun 5/5Grafík 5/5Hljóð 4/5Ending 3/5 Niðurstaða 4/5
Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira