Vettel: Mikilvægt að vera fremstur á ráslínu 28. maí 2011 22:03 Mark Webber verður þriðji á ráslínu í Mónakó á morgun, Sebastian Vettel fyrstur og Jenson Button annar. Webber og Button hafa báðir unnið mótið í Mónakó, en Vettel ekki. Mynd: Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi. Perez fékk heilahristing og tognaði á mjöðm eftir að hafa skollið á vegriði og síðan runnið á hliðarskreiði á Sauber bíl sínum á öryggisvegg í tímatökunni. Perez keppir ekki á morgun og verður á spítala í nótt. Hann hafði komist í lokaumferð tímatökunnar í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann er nýliði á þessu ári. „Tímatakan er erfið og það þarf að gefa 100% á öllum þremur tímatökusvæðunum. Ég náði góðum tökum á bílnum í lokaumferðinni og var ánægður með það. Það mikilvægasta að heyra var þó að Sergio er í lagi og með meðvitund", sagði Vettel. „Við sátum í bílunum og biðum og sáum myndirnar á sjónvarpsskjám eins og aðrir. Vorum að hugsa til hans (Perez) og óskum honum alls hins besta. Vonandi nær hann sér fljótt. Það var ekki auðvelt að sitja og bíða og fáir gátu bætt tíma sína þegar tímatakan var endurræst. Keppnin verður löng á morgun og margt getur gerst." „Við höfum séð hvað getur gerst þegar mörg þjónustuhlé eru í gangi og ekkert bókað fyrirfram. Við verðum að aka af kappi og sjá hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá mótinu í Mónakó kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá.Sjá brautarlýsingu frá Mónakó Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi. Perez fékk heilahristing og tognaði á mjöðm eftir að hafa skollið á vegriði og síðan runnið á hliðarskreiði á Sauber bíl sínum á öryggisvegg í tímatökunni. Perez keppir ekki á morgun og verður á spítala í nótt. Hann hafði komist í lokaumferð tímatökunnar í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann er nýliði á þessu ári. „Tímatakan er erfið og það þarf að gefa 100% á öllum þremur tímatökusvæðunum. Ég náði góðum tökum á bílnum í lokaumferðinni og var ánægður með það. Það mikilvægasta að heyra var þó að Sergio er í lagi og með meðvitund", sagði Vettel. „Við sátum í bílunum og biðum og sáum myndirnar á sjónvarpsskjám eins og aðrir. Vorum að hugsa til hans (Perez) og óskum honum alls hins besta. Vonandi nær hann sér fljótt. Það var ekki auðvelt að sitja og bíða og fáir gátu bætt tíma sína þegar tímatakan var endurræst. Keppnin verður löng á morgun og margt getur gerst." „Við höfum séð hvað getur gerst þegar mörg þjónustuhlé eru í gangi og ekkert bókað fyrirfram. Við verðum að aka af kappi og sjá hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá mótinu í Mónakó kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá.Sjá brautarlýsingu frá Mónakó
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira