Erlent

Bónusgreiðslur fyrir öryggismál

mengun Milljónir lítra af olíu láku í sjóinn og ellefu starfsmenn létust við lekann í apríl í fyrra.afp/nordicphotos
mengun Milljónir lítra af olíu láku í sjóinn og ellefu starfsmenn létust við lekann í apríl í fyrra.afp/nordicphotos
Fyrirtækið Transocean hefur veitt helstu yfirmönnum sínum veglegar bónusgreiðslur í tilefni góðs árangur í öryggismálum á síðasta ári. Transocean bar ábyrgð á rekstri olíuborpalls British Petroleum (BP) á Mexíkóflóa þar sem leki olli miklu umhverfisslysi í apríl á síðasta ári og hefur, ásamt BP og olíufélaginu Halliburton-olíufélaginu, verið kennt um slysið og mengunina undan ströndum Mexíkó og Bandaríkjanna. Frá þessu er sagt á vefsíðu BBC.

 

Ellefu starsmenn, þar af níu sem unnu fyrir Transocean, létust þegar lekinn varð á Deepwater Horizon-olíuborpallinum fyrir tæpu ári. Milljónir lítra af olíu láku í hafið. Þrátt fyrir það fá helstu stjórnendur bónusgreiðslur þar sem fyrirtækið heldur því fram að slysum hafi fækkað og alvarleiki þeirra minnkað. Fyrirtækið segir síðasta ár hafa verið það besta frá upphafi í öryggismálum.

 

Frá því lekinn varð hefur Transocean haldið því fram að BP beri ábyrgð á slysinu. BP heldur því fram að Transocean sé skylt að deila sökinni.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×